6.4.2008 | 21:52
notalegur dagur fórum í húsdýragarðinn
það var bara notalegur sunnudagur í dag, vöknuðum að venju snemma vorum vakin rétt rúmlega kl sex Sölvi Örn kallaði og var búin að pissa allt í gegn, hann drakk óvenjulega mikið í gær þegar rétt var búið að skifta um föt þá vaknaði Bríet Anna bara nokkuð hress, hún er aðeins betri af hóstanum en kvefið skánar ekkert, þau sváfu bæði í alla nótt
börnin tóku sér blund rétt rúmlega tólf og sváfu vel svo eftir formúlu þá fórum við til Reykjavíkur og kíktum aðeins í húsdyragarðinn það er orðið langt síðan er við fórum þangað síðast, það var bara mjög gaman kallt en stillt veður börnin velklædd og öll fjölsk naut dagsins í garðinum, með okkur í för var systir bóndans og fjölsk hennar svo var okkur boðið heim til þeirra í mat og komum heim rúmlega sjö, börnin sofnuð kl átta og sú elsta sofnuð hálf tíu,
gott sjónvarpsefni á ruv í kvöld erum búin að horfa á þriðja og næst síðasta hluta af mannaveiðum og bíðum spennt eftir síðasta þætti og gaman er að horfa á mávahlátur íslenska mynd sem kom strax á eftir, sáum hana fyrir löngu síðan en þetta er góð mynd
gumpinum hlakkar mikið til að komast í ræktina aftur á morgun eftir veikindin en ennþá er hósti og lítil orka og það verður bara tíminn að leiða það ljós hvernig gengur en gumpurinn er ávalt bjartsýnn
jæja ætli þetta sé ekki gott í kvöld, ætla að klára að horfa á mávahlátur, bið að heilsa í bili
kv gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
154 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.