fór á fyrirlestur en man voða lítið eftir honum

ekki er minnið upp á marga fiska hjá gumpinum það sannaðist í gær Blush gumpurinn átti símtal við Ásdísi í Orkubúinu og þá var víst búið að skrá gumpinn á fyrirlestur sem einn þjálfarinn ætlaði að halda um kvöldið á Salthúsinu, en gumpurinn hélt að það væri fimmtudagur og mundi ekkert eftir fyrirlestri og að vinkona hafði skráð okkur tvær, það yrði líka úrslitin í áskorundakeppninni, því miður þá gat gumpurinn ekki verið með í þeirri keppni vegna veikinda, nú gumpurinn átti að vera tilbúin korter í átta þá kæmi vinkona og ætlaði að kippa með sér.

ekki gekk samt vel að koma yngstu börnunum í háttinn það hefur ekki verið vandamál að ráði að koma þeim í bólið en s,l. hálfann mánuð verða þau Angry þegar kemur að því að setja í rúmið, vitum ekki hvað er að angra þau það hefur ekki verið neitt breitt út af þeirra venju, það er borðað á sama tíma, lesið fyrir þau haft rólega stund en það er eitthvað, kanski hafa veikindin eitthvað með þetta að segja en þessi veikindi eru ekki ný af nálinni, þetta verður rætt ásamt mörgu öðru þegar þau heimsækja barnalæknirinn fljótlega.

nú aftur að fyrirlestrinum, gumpurinn var frekar lúin en lét sig hafa það að fara, fór í betri buxurnar setti upp pínu spari andlit en gleymdi að skifta um bol það uppgötvaðist er sest var við borðið þá fóru vinkonur úr yfirhöfninni og gumpurinn snar hætti við það blasti við konunum blettóttur bolur afrek barnanna eftir daginn Wink svo var gumpinum líka kallt svo þetta var allt í lagi þó svo gumpurinn væri í yfirhöfn með hálsklút,það er nefninlega ennþá hósti og þessi klútur er búin að vera í hálfann mán reyndar hefur verið þveginn einstaka sinnum, það var boðið upp á sjávarrétta súpu og brauð voða gott og salat með kalkúnasneiðum líka voða gott,

en gumpurinn var eitthvað svo utan við sig og mundi voða lítið eftir fyrirlestrinum, sjálfsagt sökum þreitu og sifju, en vinkonan hefur heyrt þetta allt saman áður hún er í einkaþjálfun hjá þessum þjálfara sem hélt fyrirlesturinn, og mun deila sinni þekkingju með gumpinum

mikið var nú gott að koma heim rétt rúmlega tíu og fljótlega í bólið fékk sér calsíum í heitt vatn fyrir svefninn átti von á að vakna eitthvað um nóttinna og vakna snemma næsta morgunn og það varð raunin og dagurinn í dag var nokkuð hefðbundin, bóndinn að vinna og börnin að reyna að leika sér en eru frekar óvær,sérstaklega Bríet Anna kannski ekkert skrítið þetta eilífða kvef og hósti en hefur aðeins minkað eftir að hún fékk lyf á miðvikudag vonum heitt og innilega að lyfið hafi góð áhrif,

gumpurinn er búin að þjást af höfuðverk í þó nokkurn tíma og tók inn verkjatöflu um miðjan dag og lagði sig í stofusófann elsta dóttirinn lék við systkin sín á meðan ásamt vinkonu sinni í ca klukkutíma og það munaði nú um það höfuðverkurinn minkaði fór því miður ekki en það var gott að leggja sig Joyful

eftir kvöldmat kjötbollur og tilheyrandi og börnin búin að fara í bað þá var sama og búið er að vera erfitt að koma börnunum í rúmið, bóndinn og elsta dóttirin ætluðu til Keflavíkur á unglinga box keppnni og ætluðu að leggja af stað korter yfur sjö en fóru hálf átta vegna hversu erfitt var að láta börnin fara að sofa , en það tókst svo hjá gumpinum og um átta leitið þá voru þau Sleeping

svo nú hefur gumpurinn það notalegt búin að fara í sturtu horfa á spaugstofuna, veit að von er á bóndanum og elstu dótturinni síðasta lagi hálf ellefu,

ætlum að hafa það voða notalegt á morgun með börnunum, ætlum kannski í smá bílferð þegar börnin eru búin að leggja sig eftir hádegi og þegar búið er að horfa á formúlu, erum heitir aðdáendur formúlu eins og sést á upphafsíðu bloggsins Smile

ætla að láta þetta nægja í kvöld

gumpurinn bíður ykkur góða nótt og Sleeping vonandi vel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

154 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband