heimsókn til læknis í gærkveldi,svo kom upp í nótt

Sickþetta var nú meiri dagurinn í gær, gumpurinn hélt að liðan væri að skána en hún versnaði mikið er líða tók á daginn Crying sófalega með sæng og beðið eftir að bóndinn kæmi heim, börnin voru mjög dugleg við leik og týndu flest allt dót framm til mömmu sem lá hálf meðvitunarlaus í stofusófanum, um kl fimm þá var pantaður símatími hjá vakthafandi lækni í Keflavík og um kl sjö þá hringdi hjúkrunafræðingur, það var víst mikið að gera hjá læknum að þeir báðu hjúkrunafræðinga að taka símatíma , gumpurinn gat með naumindum sagt frá veikindunum enda með mikla vanlíðan,háann hita, verk í brjóstholinu, sára öndun með blísturhljóði ,

koma strax sagði konan en gumpurinn komst ekki af stað fyrr en korter í átta, börnin sofnuð og afi þeirra kom og passaði Smile gumpurinn klæddi sig í kuldaföt en var samt mjög kallt, hitinn stilltur nokkuð hátt í bílnum , er komið var á sjúkrahúsið þá settist gumpurinn eða lá einhvernveginn í stól á meðan bóndinn tilkynnti og borgaði og svo var beðið í einn og hálfann klukkutíma, full biðstofa og tveir læknar sinntu sjúklingum,

frekar erfitt að bíða en einhvernvegin tókst þetta og læknirinn sem tók á móti okkur var kona mjög svo almennileg hún lét strax taka myndir af brjóstholi og lungum ásamt blóðprufu og allt þetta tók klukkutíma, hún var mjög hissa á að læknirinn hér í bæ hefði ekki viljað hitta gumpinn en lét fá pensilin eftir símatíma, svona á ekki að sinna sjúklingum sagði hún Angry

myndirnar sýndu lungnabólguvírus af völdum innflúensu, svo gumpurinn fékk bráðameðferð sterapensilin töflu strax ásamt verkja pg bólgueiðandi lyf, blóðprufan var fín, svo átti gumpurinn að leggjast í rúmið og helst vera þar í tvo til þrjá daga,fékk með sér tvo lyfseðla sem átti að leisa út strax morguninn eftir fékk sömu lyf og fékk á sjúkrahúsinu, en gumpurinn tjáði læknunum það að það væru lítil börn heima og hefði enga pössun nema að þau væru á leikskóla fjóra tíma, en bóndinn ætlaði að taka sér frí eftir hádegi og vera með börnin Wink

læknirinn spurði um heilsufar gumpsins og komst að því að vanlíðan sem verið er að rannsaka svo þessi veirusýking kæmi mögulega út frá miklu álagi síðan krílin komu í heiminn og það álag veikti oðnæmiskerfið , því gumpurinn hefur mjög,mjög sjaldan náð sér í pestir sem eru allt í kring , reyndar hefur fjölsk verið frekar heppin nema krílin þau eru veikari fyrir ,  og því ætti gumpurinn að gæta sín og styrkja sig vel, ætti að gefa sér tíma til að ná sér,

er heim var komið þá var aðeins borðað og beint upp í rúm, bóndinn kláraði skattaskýrsluna en upp úr kl eitt þá vaknaði Sölvi með Sick gubbupest, hann var drifinn framm og klæddur í önnur föt og svo kúrði hann með pabba sínum,mamman tók utan af rúminu og setti í þvottavél, setti nýtt á rúmið og lagðist aftur til svefns, klukkutima seinna gubbaði Sölvi aftur ekki mikið hann hafði fengið sér smá bananna, þá tók gumpurinn við svo bóndinn gæti farið og lagt sig, enda var hann orðinn frekar slappur með aukinn hósta og hita, ekki samt orðin eins og konan.

hann ákvað að taka pensilinið sem var til því gumpurinn átti ekki að taka það meira inn var aðeins búin að taka fjórar töflur og hann sagðist alveg geta byrjað að taka þær inn því hann ætti tíma hjá lækni á föstudagsmorgun og ætti von á að vera settur á pensilin,

Sölvi var mjög slappur lá í mömmufangi og dormaði, allt í eina vildi hann fá að drekka svo þá var gripið til þess ráðs að lesa utan á pakka með bílveikistöflunum og þar stóð að þær væru líka notaðar við venjulegum uppköstum svo tekin var hálf tafla mulin saman við goslaust gamallt lite coke,fyrsta skiftið sem svoleiðis drykkur sem Sölvi smakkaði og hann fussaði ekkert við honum LoLen fékk bara lítið svona rétt til að koma töflunni niður,og stráksi var bara nokkuð sáttur við þetta, svo sofnaði hann hálf fjögur og svaf til sjö, systir hans vaknaði hress í morgun og fór á leikskólann og stóra systir í skólann en Sölvi var heima með mömmu sinni sem leið betur en kvöldið áður

hann reyndar var alltaf að spyrja um Bríeti sína vissi að hún var á leikskólanum, annars var bara voða notalegt hjá okkur, bóndinn heima í dag var eitthvað að hressast en við hjálpuðumst að með börnin,gumpurinn svaf frá fjöur til sex, það var rosalega gott, og þau voru svo sofnuð fyrir átta í kvöld Sölvi getur ekkert borðað en drakk aðeins bláan gatoreil það er ráð frá lækni, dýnan rúmum barnanna plastað vel og svo er bara búið að undirbúa ef fleiri fá Sick í nótt, líðan gumpsins er mikklu betri en ekki mikil orka svo nú er víst betra að láta þetta nægja í kvöld

hafið það sem best og Sleeping nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

153 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband