góð páskahelgi þrátt fyrir veikindi gumpsins

þá er páskahegin búin þetta árið og tæpt ár í næstu páskahelgi sem betur fer var ákveðið að fara ekkert í ferðalag því veikindi herja á gumpinn Crying 

er búin að taka pensilin í áskrift eftir símtal frá lækni í gær morgun nú á að vera hálfann mánuð á pensilini, er gumpurinn vaknaði á laugardagsmorgun þá var heilsan að hraka og særindi í hálsi ásamt slappleika gerði vart við sig, gumpurinn skilur ekkert í þessu Woundering eins og heilsan er góð þegar pestir herja á landsmenn í stórum stíl

en á mánudagsmorgun var lagt upp í smá ferð ásamt systur bóndans og fjölsk hennar, lagt var af stað af heiman um kl hálf tíu en kl átta þá fékk Bríet Anna hálfa töflu af ferðaveikistöflunni, gumpurinn var frekar slappur en dúðaði sig vel og vildi endilega að farið yrði í ferðina, til vonar og vara þá var bílstóllinn hennar Bríetar klæddur í gamat lak og aukaföt í tösku ásamt nesti,og sleðinn í skottið.

það var fjör í bílnum börnin höfðu gaman af, ferðin gekk vel og stoppað var þar sem snjór var og sleðinn tekinn úr bílnum og börn og foreldrar skemmtu sér vel, gumpurinn lét fara vel um sig í bílnum á meðan, tók til nesti og heitann drykk fyrir sleðafólkið Wink

um miðjan dag komum við á Selfoss til ömmu , bóndans og systur hans , langömmu barnanna hún býr þar ásamt dóttur og tendasyni, og veisla beið okkar, pönnukökur,heitt kakó og rjómeterta, að venju var myndavélin notuð óspart í ferðinni og enduðum við á að fara krísuvíkurleiðinna heim

komum heim kl hálf sjö og engin bílveiki hjá Bríeti Grin og er það í fyrsta skifti sem við höfum getað farið út fyrir Reykjavíkinna án þess að bílveiki geri vart við sig , en verð að viðurkenna að taugaveiklun gerði vart við sig hjá foreldrum á leiðinni er hóst eða hiksti kom upp, en Bríet stóð þetta allt af sér hún var mjög kát ekkert sljó eða þreytt af pillunni en svaf sinn lúr eins og Sölvi eins og þau gera eftir hádegi.

en í gærmorgun var heilsan mjög slæm hjá gumpinum hiti, beinverkir og hrikalega sár hósti, og fékk sem sagt aftur pensilin og lá svo bara fyrir í stofusófanum hálf rænulaus en börnin voða góð og léku sér ásamt því að gæða sér á ávöxtum,orkubitum og vatni sem mamman þrátt fyrir rænuleysið útbjó og setti á stofuborðið, bóndinn kom svo heim um hálf sex með lyf og danska brjóstdropa GetLost sem smakkaðist ekki vel það var eins og að hella spritti á sár að innbyrða þessa danska dropa, svo tók bóndinn við að gefa börnunum kvöldmat sem saman stóð af skyri,rjóma og rúgbrauði og vaskaði upp Wink

um kl sjö dröslaðist gumpurinn upp úr stofusófanum og ákvað að hjálpa til við að koma börnunum í náttföt,pústa og bursta tennur, vissi alveg að bóndinn gat þetta alveg en varð að hreifa sig aðeins, hefði betur verið áfram í sófanum, börnin sofnuð hálf átta og við tók meiri sófalúr en varð örlítið hressari er leið á kvöldið, fékk sér rúgbrauð og ost, bláann kastala mygluost, ekki veitir af að fá auka pensilin,

nóttinn var ágæt vaknaði nokkrum sinnum en líðan betri í morgun,kom börnunum í skóla og leikskóla með hjálp bóndans og tók svo utan af sænginni eftir nóttina það var mikið svitnað af völdum hitans og reyndar er bóndinn að verða aftur slappur,ekkert mál greiniega að smitast,og skellt í þvottavél, ætla svo eftir smástund að hafa samband við barnalæknir og fá tíma hjá honum í Dómus, að ráði heimilislæknisins , barnalæknirinn verður ekki hér fyrr en í næstu viku svo við verðum bara að ná til hans í bænum, vona að hægt sé að fá tíma fyrir helgi, börnin eru frekar lúin,

jamm ætli gumpurinn láti þetta morgun blogg gott heita í bili, farið vel með ykkur og hafið það gott bið að heilsa ykkur í bili.

kv gumpurinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

153 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband