21.3.2008 | 23:04
langur dagur í dag og svo merkileg heimlidarmynd í kvöld
merkilegt hvað föstudagurinn langi er alltaf langur þessi dagur hefur ekkert styðst frá því gumurinn var barn og fannst þessi dagur vera sá lengsti á árinu meira að segja lengri en aðfangadagurinn reyndar er sá dagur skemmtilegastur af jóladögunum margt að gera þá en á föstudaginn langa í gamla daga þá var lítið hægt að gera en það hefur reyndar breyst hvað það varðar því börnin höfðu að venju helling fyrir stafni, og sáu til þess að mamma þeirra hafði líka helling að gera
vöknuðu kl hálf sjö og fór pabbi þeirra á fætur með þeim en mamman dormaði til rúmega hálf átta það var ekki mikið um svefn sl. nótt og var því óskaplega eitthvað svo þegar börnin vöknuðu
en kl átta þá skellti kallinn sér í jeppaferð með nokkrum köllum og kom heim að verða níu í kvöld en sem sagt hellingur að gera í dag hjá börnum og mömmu þeirra, svo um kl hálf sjö kom litla systir ásamt kærasta í heimsókn og krílin voru voða glöð að sjá þau og léku á als oddi þennan klukkutíma sem systir og kærasti stoppuðu
eftir kvöldmat þá voru börnin háttuð og sofnuð um kl átta en sú elsta er með vinkonu hjá sér sem ætlar að gista í nótt , gumpurinn horfði ásamt kalli sínum á mjög áhugaverða heimildamynd sem beðið var eftir með eftirvæntingu og hét hún annað líf Ástþórs þvílíkur dugnaður í þeim manni bundin í hjólastól og stundar störf bóndans í sveitinni af fullum krafti að maður fer ósjálfrátt að hugsa , hvað er maður að kvarta og kveina með báðar fætur , ennþá heilar , og margt stoppar mann en ekkert þennan mann sem er bundin í hjólastól þessi maður er ótrúlegur og snart í gumpinum
annars er bara allt fínt í páskafríinu kallinn að vinna eitthvað á morgun og svo verður farið í fermingaveislu hjá Adda sem er elsta barn Sollu systir við ætlum svo einhvern tíma um páskanna að fara dagsferð austur og koma við á Selfossi hjá langömmu barnanna , amma bóndans og ætlar systir bóndans og fjölsk hennar að slást í för , ætlum að prófa að gefa Bríeti lyfið við bílveikinni áður en farið verður af stað
jæja þetta er orðið gott í kvöld kl að verða ellefu og komin tími á svefn , hafið það gott og njótið páskanna
kv gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
153 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.