19.3.2008 | 10:03
þvílík tilviljun
nennirinn var í hámarki í gærkveldi hjá gumpinum, komin í rúmið kl tíu og en vaknaði rúmlega fjögur er Sölvi kallaði á mömmu sína hann vildi fá að drekka og svo sofnaði hann, en dagurinn í gær var bara góður hjá börnunum en gumpurinn var í vandræðum með að halda sér vakandi en það tókst þar til börnin fóru að sofa eftir kvöldmat, en í gærmorgun þá fórum við hjónin til Keflavíkur og gumpurinn skellti sér í blóðprufu og það skondna við það að þegar komið var í blóðprufustólinn , og gumpurinn lét blóðprufustúlkuna vita að það væri ekki auðvelt að taka blóð æðarnar smáar og erfitt að finna þær ekkert mál sagði stúlkan
við notum bara bötterflay nál sem pínulitla barna nál með slöngu og á meðan hún græjaði nálina og hendina að þá voru hinar stúlkurnar að spjalla um erfið blóðprufutilfelli og þessar sem voru reyndari sögðu við hinar sem voru ekki eins reyndari að það væri ekkert mál að hóa í þær ef erfitt tilfelli kæmi upp og viti menn ekkert gekk hjá stúlkunni sem reyndi að taka blóð úr gumpinum
svo hún kallaði á þessa sem var reyndari og hún kom og sagði þvílík tilviljun að það sé erfitt tilfelli akkúrat núna hún var ekki lengi að græja hina hendina og finna pínulitla æð og sýndi stúlkunni hvernig best væri að finna æð og svo var stungið en æðin var nú frekar sparsöm á blóðið og þurfti að beita brellu til að lokka blóðið í þrjú hilki og tók þónokkurn tíma og við og við leit stúlkan á gumpinn og spurði er allt í lagi, jú jú allt í lagi sagði gumpurinn þetta venst.
jamm svo var þetta búið og stúlkan tekur límmiða og ætlar að setja á hilkin og segir annað nafn en það sem átti að vera nei segir gumpurinn þetta er ekki mitt nafn
úff sem betur fer spyr ég alltaf fólk um nöfnin sem eiga að koma á hilkin segir stúlkan og aðeins það væri ekkert grín ef vitlaust nafn væri sett á hilkin.
og í dag er stefnan að skella sér til Keflavíkur já aftur þetta gerist nú ekki oft tvo daga í röð en það þarf að gera þessi vikukaup í Bónus og svo þarf bóndinn að komast til læknis , ekki hægt að fá tíma í okkar heimabæ , og það gerist örsjaldan að það gerist en hann er frekar bólgin á handabakinu er búin að vera það nokkuð lengi og með verki svo það þarf víst að láta líta á það
á meðan bóndinn er hjá lækninum þá ætlar gumpurinn og börnin að dvelja hjá systur sinni á meðan hún býr í Njarðvík og er á fullu að undir búa fermingu elsta barnsins , Addi er elstur af þremur systkinum, en systir bauðst til að vera búin að fara á heilsugæsluna kl hálf fjögur og panta tíma á bráðavaktina sem er frá fjögur til sjö bara til að flýta fyrir og að bóndinn geti verið fyrstu kl fjögur
ekki slæmt það, svo er búið að ákveða að vera heima um páskanna það er víst betra þegar heilsan er ekki góð og svo er veðurspáin vond á skírdag en það er sá dagur sem fjölsk hefði viljað fara norður en í staðin þá er stefnan að fara í fjölsk og húsdýragarðinn um helgina og gera sér dagamun í mat og páskaeggjum
ætla að láta þetta gott heita í morgunsárið kanski að það komi meira í kvöld hver veit
kv gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
153 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.