bæjarferð og fermingaveisla í dag

ótrúlegt en satt börnin sváfu til kl sjö í morgun Grin  Sölvi örn vaknaði tíu mín í og Bríet Anna vaknaði korter yfir, en fóru að venju að sofa á sama tíma og venjulega kvöldið áður milli hálf átta og átta

svo að venju þá byrjaði fjörið strax og í morgun var boðið upp á hafragraut og smá rjóma út á, svo lýsi og vitamín og pensilin og allt þetta rann vel niður bæði í börn og foreldra nú svo kom litla systir í heimsókn , eða fósturdóttir okkar því við höfum verið mikið með hana síðan hún var pínu pons ,

fengum við okkur kaffi og spjölluðum mikið það var svo gott að sjá hana og hún greinilega dafnar vel fyrir vestann, krílin eru ótrúlega dugleg að biðja um að fara á koppinn og í morgun að þá fór Sölvi bara á koppinn og kom svo með koppinn framm og sagði vá vá svo varð Bríet að gera það sama og pissaði líka í koppinn það er engin pressa á að þau fari á koppinn þau fengu bara allt í einu mikinn áhuga og það er frábært Wink 

svo var ákveðið að skella sér til Reykjavíkur og ná í nýju gleraugu gumpsins en gumpurinn var svo heppinn að systir bóndans og maður hennar fóru út fyrir landsteinanna fyrir viku síðan og náðu í þau í fríhöfninni og munaði um rúmar sautján þús kr á verði þar og í Reykjavíkinni, nú okkur var boðið upp á bakað brauð og súkkulaði mjög gott , börnin léku sér án teljandi prakkarastrika þessa tvo tíma sem við vorum svo var haldið heim á leið og aðeins puntað sig fyrir fermingaveisluna sem okkur var boðið í, við vorum svo komin heim um kl fimm og áttum fína stund með börnunum þar til þau fóru að sofa rúmlega hálf átta en gumpurinn á von á að þau verði vöknuð um kl sex eins og vanalega og það er bara í góðu lagi Joyful

Gyða Dögg er komin í páskafrí svo hún verður með mömmu sinni að dúllast í fyrramálið þegar hin krílin verða farin á leikskólann, gumpurinn ætlar í ræktina og sprikkla aðeins með konunum þar , við erum nokkrar saman í tímun mán,þri og fimmtudögum en hina dagana þá gerir gumpurinn léttar æfingar með aðstoð eigandans Orkubúsinns en það er heiti á stöðinni, þessi kona sem er eigandi að hún er með okkur í tíma þesa þrjá daga og það er svo gaman , við prufum ýmislegt t,d. í tækjasal, rope yoga, grafitti bekkina og svo er sett upp hringur með ýmsum þrautum

já þessir tímar bjarga eiginlega deginum einhvernveginn þá kemur smá auka orka sem dugar eitthvað framm eftir hádegi þó svo engin orka sé er gumpurinn vaknar á morgnana Frown en gumpurinn passar upp á að fara snemma í bólið eða á sama tíma , borða hollann og góðan mat.

ætla líka að gera tilraun og panta tíma hjá læknir og vonast eftir tíma fyrir páska því gumpurinn er frekar eitthvað meira skrítin en venjulega það er eins og svefnhöfðgi mikið slen og þreita sem hafa verið að hrá gumpinn nokkuð lengi og bara versnar dag frá degi, bóndinn segir að álagið sé mikið en hann hjálpar auðvitað eftir bestu getu en vinnur mikið líka utan heimilis hann er jú fyrirvinnan ekki eru örorkubæturnar miklar sem gumpurinn hefur litlar tæpar 95 þús á mán

en við getum lifað getum borgað okkar skuldir og höfum mat ofan í okkur sem er betur en margur hefur, en þetta lífsgæðakapphlaup nei ekki hjá okkur , við höfum hvort annað , börnin okkar þak yfir höfuðið og mat HEPPINN

 jæja ætla að láta þetta duga í kvöld gumpurinn er lúin og ætlar að fá sér Pukka te fyrir svefninn og vona að svefninn verði betri en s,l. nætur

vona að þið hafðið það sem allra best og látið ykkur líða vel

góða nótt og dreymi ykkur vel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

153 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband