15.3.2008 | 22:13
uppátækjasöm börn, kúkur og piss á víð og dreif
þá er enn ein helgin komin, laugardagskvöld og allt voða rólegt , krílin voru sofnuð kl rúmlega hálf átta og sú elsta er í tölvuleik með pabba sínum í smástund hún fer að sofa fyrir tíu,
það er bara alltaf sama fjörið á þessum bæ og eitt verð ég bara að segja frá, á fimmtudaginn s,l. þá gengur sá dagur eins og flesta hina daganna en þegar líða tók á seinni helming dagsins og kl að ganga sex þá ákvað gumpurinn að byrja að elda kvöldmatinn, gormarnir mínir í góðum leik og þá átti að nota tækifærið og byrja á kvöldmatnum
í matinn átti að vera kjúkklingur skorinn í litla bita og steiktur á pönnu,ásamt pasta ,grænmeti og kókosmjólk út í sem sagt pottréttur, gumpurinn var rétt hálfnaður að skera kjúkklinginn þá birtist Bríet alsber og með kúk á höndunum,og segir deiji kúka, sem þýðir Sölvi kúka , gumpurinn hendir frá sér hnífnum og kjúkklingurinn settur í vaskinn og grípur í vatn og sápu, og inn í stofu stendur Sölvi á stofuborðinu alsber ásamt pissi og kúk á borðinu, þið getið rétt ímyndað ykkur svipinn á gumpinum innst inni en sagði ekki mikið í reiðitón, gormunum fannst þetta mjög fyndið en allt þrifið mjög fljótt ,gólf, borð og börn, þá hafði Sölvi verið búin að kúka og ákvað að bjarga sér sjálfur tekið af sér bleijuna og deilt henni með systur sinni, og þetta skeði á mesta lagi fimm mín, já þau eru mjög svo uppátækjasöm og færist það ört í aukana dag frá degi.
ásamt því að þau eru mjög dugleg að biðja um að fara á koppinn og hefur aðeins dregið úr bleijunotkun.
og í dag þá leið dagur fljótt og ekkert skammarstrik að ráði voru gerð enda voru þau velvöktuð af mömmu sinni, en pabbinn þeirra var í vinnu eftir hádegi, í morgun þá voru krílin í pössun hjá afa og ömmu á meðan foreldrarnir fóru í kirkju á jarðaför en komust ekki í garðinn eða í erfisdrykkjuna, vegna vinnu og svo eru krílin ennþá slöpp með hor og hósta en eru að skána aðeins, veit ekki hvort við förum í fermingaveislu á morgun það ræðst af því hvernig börnin verða til heilsunar, þau eru búin að vera með hitavellu og best er að fara varlega svo ekki slái niður,
á von á að litla systir komi í heimsókn, hún er í heimsókn það á að ferma úr fjölsk og mikið óskaplega hlakka gumpinum til að hitta litlu systur, sjáumst voða lítið því hún býr á Rifi á kærasta og er í vinnu, svo hún kemur sem sagt lítið suður en við erum í góðu sambandi.
gumpurinn nefndi síðast að það sé verið að lesa bók og ekkert smá fyndin það eru til nokkrar unglingabækur eftir sama rithöfund hér á þessu heimili sem hafa verið lesið oft og mörgum sinnum, og þessi bók sem gumpurinn er að lesa , hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama , er hreint út sagt brábær, þegar gumpurinn heyrði s,l. sumar að þessi bók mundi koma út að þá var sú ákvörðun tekin að þessa bók yrði að lesa og ákvað í leiðinni að gefa húsbóndanum hana í jólagjöf, svo er gumpurinn varð spurður í jólamánuðinum hvað á að gefa kallinum í jólagjöf og gumpurinn svaraði nú eins og satt var þessa bók og inniskó, verð að viðurkenna að þetta svar kom flatt upp á marga ,afhverju þessa bók , ertu ekki hamingjusöm eða er verið að gefa kallinum eitthvað í skin,
en nei ekkert svoleiðis sagði gumpurinn það ríkir hamingja en er bara svo forvitin um bókina kannski er hægt að gera betur og læra sitthvað upp úr bókinni
og hefur lesningin vakið upp mikinn hlátur er ekki búin með bókina en pottþétt hægt að notast við fjölmörg ráð aldrei of gamall til að læra
ætla að enda þetta á að segja þetta
það er betra að vera þögull og álitinn kjáni en tala og taka þar af með af allan vafa
hafið það sem allra best og góða nótt
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
153 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.