12.3.2008 | 22:17
hvernig er aftur sú tilfinning að sofa heila nótt og vakna útsofinn
þetta var nú meiri nóttin sem leið s,l. sólahring eins var með síðustu fjórar nætur þar á undan Bríet Anna sefur lítið fyrir hósta og allra síður mamman sem reynir að fremsta megni að láta krílið sitt líða betur, hóstasaft fyrir svefninn og púst og nefdropa, vona nú að pensilinið farai að hafa áhrif og að næsta nótt verði róleg og krílið sofi svo og mamman, ekki veitir af því mömmunni líður eins og hún sé svefndrukkinn svo mikil er þreitan sem er uppsöfnuð.
en samt einhvernvegin tekst að gera það sem þarf að gera dagsdaglega t,d. með daginn í dag hann byrjaði kl 6,45 og þá vaknaði Sölvi Örn hann vildi ólmur borða og fyrir valinu í morgun var weetos , reynum að hafa sem fjölbreytann morgunverðinn , mamman sem var mjög svo syfjuð dröslaðist framm úr og kom morgunmatnum í skál ásamt mjólk, fór svo og vakti elstu dótturina hún var lasin með magaverk og höfuðverk en vildi nú samt fá sér morgunverð en ákvað svo að vera heima í dag.
var lasin í gær en fór nú samt í skólann en í morgun var hún sem sagt heima, stuttu seinna þá vaknaði Bríet Anna og var nokkuð hress hún borðaði morgunverð ásamt að fá sér lýsi og vitamín og pensilin ásamt bróður sínum, kallinn kom sér svo frammúr rétt á eftir og í sameiningu komum við börnunum í föt og meiri föt og röltuðum með þau á leikskólann, þar var að venju tekið vel á móti okkur, að því loknu þá fór kallinn í vinnuna og gumpurinn í ræktina ætlaði að vera í ca klukkutíma .
kom heimkl hálf tíu skellti sér í sturtu og fékk sér banana og hnetusmjör að ráði einkaþjálfarans og ekki neitt pétur pan hnetusmjör nei nei heldur lífrænt og hollt það á að fá sér eina til tvær teskeiðar með banana á dag, nú svo lagði gumpurinn sig svo í klukkutíma og það veitti ekki af hefði getað sofið miklu lengur en tók svo aðeins til og setti í þvottavél og svo kom kallinn heim og við fórum á leikskólann þar biðu eftir okkur ánægð en þreytt börn og þau voru ekki lengi að sofna þegar heim var komið.
nú það sem eftir var af deginum þá einhvernvegin tókst að setja í nokkrar þvottavélar og sumt af því í þurkara svo að brjóta saman helling af þvotti, gefa bornum að borða, sníta og sníta, leika við börnin, lesa sögu,átti gott símtal við vinkonu ekki þarf flókin samtöl svo líðan verði betri ,nú svo eru krílin óðaönn að nota koppana sína og í leiðinni að uppgötva sjálfa sig og skoða líkamann gumpurinn átti í vandræðum með að vera ekki í hláturskasti þegar þau fundu það út að þau pissuðu ekki alveg eins það var leitað og skoðað og stór spurningamerki á andlitinu því Sölvi gat togað og teigt þetta sem pissið kemur út en Bríet fann ekki sitt sama hversu vel var leitað, elda gómsætann kvöldverð reyndar ekki flókið en það var steiktur fiskur með lauk og niðurrifnar karteflur ásamt gulrætum, brokkoli,lauk, öllu þessu var gufusoðið saman og svo í lokin var sneiddur piparostur yfir, og ferskt grænmetu uumm ekkert smá gott
svo var borðað rúmlega hálf sjö og börnin sofnuð klukkutíma seinna , kallinn fór svo í vinnu og er nýkomin heim,gumpurinn er að horfa á topp model og ætla upp í rúm hálf ellefu ,
sem sagt einhvernvegin þraukar gumpurinn þó svo alla orku vanti en þetta kemur nú allt saman vonandi fljótlega og þetta verða næstum því lokaorðin í kvöld ætla bara að kveðja og bjóða ykkur góða nótt
p,s. gumpurinn er að lesa frábæra bók sem heitir hvernig gerirðu konuna þína hamingjusamari og það er frábær bók segi seinna frá þeirri reynslu
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
153 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.