lífið gengur sinn vanagang en vantar orku í kroppinn

vantar auka orku núna strax Angry þessi veikindi sem hafa hrjáð gumpinn og fjölsk hafa tekið sinn toll af orkunni en samt heldur nú lífið sinn gang .

það var haldið fjölsk afmæli s,l. sunnudag hér heima og að venju þá var fjölmennt hér á bæ og mikið fjör, boðið var upp á grænmetissúpu með pasta, orkubitar, smábrauð, hummus, vöflur með eplum og súkkulaði, klakavatn með appelsínum og lime sneiðum, kaffi og heitt súkkulaði og það bara fór vel í fólkið Joyful

afmælisbarnið fékk fullt af gjöfum bæði pening, föt og ýmislegt smá dót,

dagurinn í dag byrjaði að venju snemma, börn fóru í skóla og leikskóla, bóndinn í vinnu og gumpurinn í ræktina, eftir hádegi þá þurfti að fara með yngstu börnin til læknis, reyndar var farið með Sölva Örn á föstudaginn og læknirinn vildi líta aftur á hann og líka á Bríeti Önnu ef hún mundu versna af hóstanum og kvefinu, læknirinn fékk svar við sýninu sem hann tók úr eyranu á Sölva og þá kom streftakokkasýking í ljós, læknirinn skoðaði Bríeti mjög vel hlustaði og tók strok úr hálsinum og sama svar þar streftakokka og þá var skrifað upp á pensilin.

læknirinn nefndi að ef kvefið og hóstinn yrði enn til staðar eftir að pensilinið væri búið að þá ætti Sigurður barnalæknir að skoða börnin.

þetta ætlar að vera mjög svo erfitt fyrir krílin mín að verða frísk, þau hafa verið  lasin meira og minna síðan í september s,l.  Undecided orðið erfitt fyrir krílin mín alltaf hor, hósti og sýking.

sem sagt lítil tilbreyting og dagarnir renna saman áfram en við erum nú bjartsýn og vitum að um síðir birtir upp Grin 

næstu helgi kemur fósturdóttir, litla systir , í helgarheimsókn það er fermingarveisla sem hún ætlar í mikið hlakkar okkur til að hitta hana það er orðið nokkuð langt síðan við sáum hana og ætlum við að eiga smá stund saman og jarðarför á laugardaginn sem við hjónin ætlum að fara í .

jæja þetta er orðið gott í kvöld gumpurinn ætlar snemma að sofa eins og undanfarin kvöld, bóndinn er að vinna framm á kvöld,

gumpurinn bíður ykkur góða nótt og Sleeping vel

munið að láta ykkur líða vel og verið jákvæð og bjartsýn það hjálpar til InLove að láta ykkur líða vel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

153 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband