veikindi hrjá gumpinn og svo smá hugleiðing um börnin okkar

gumpurinn tók upp á því að verða veikur Shocking já sl þrjá daga hafa verið slæmir dagar hiti beinverkir mikil hálsbólga og eyrna verkir, hringdi á heilsugæsluna í gærmorgun en því miður ekki tími laus fyrr en næsta þriðjudag en gat fengið eina lausa símatímann og læknirinn hringdi rétt fyrir hádegi og ræddum saman lasavandamálið gumpsins einnig barst í tal vandamál Sölva það er ennþá að leka úr eyranu og vildi læknirinn kíkja á hann næsta morgun og það var svo í morgun að gumpurinn fór með börnin á leikskólann frekar slappur og skreið svo beint undir sæng og var þar til rúmlega níu en þá dröslaðist gumpurinn aftur í útigallann og kom sér í bílinn og út á leikskóla þar beið Sölvi eftir mömmu sinni .

læknirinn var að venju mjög fínn og skoðaði vel eyrað og ákvað að taka sýni og setja í ræktun og skrifaði upp á aðra eyrnadropa, svo var tekið sýni úr hálsi gumpsins og ath hvort um streftakokka og jákvætt svar kom.

sem sagt pensilin á hjónakorninn í tíu daga Wink 

svo var dröslað Sölva á leikskólann aftur og í apotekið að ná í lyfin og aftur skriðið undir sæng til hálf tólf en þá var búið að taka inn pensilintöflu og verkjatöflur og aðeins betri líðan eða þar til gumpurinn var ca hálfnaður að vaska upp að þá gerði vanlíðan aftur var við sig og svimi og verkir létu vita af sér en það var fullur vaskur og ekki vanþörf á að grinka á uppvaskinu , en það tókst að lokum , nema pottur og panna , svo hringdi bóndinn og ath líðan kellu sinnar .

kallinn fór snemma í vinnu þennan morgunin og síðustu morgna , gumpurinn vildi óska þess að kallinn hefði getað farið kl átta en ekki kl sjö það hefði verið gott vegna slappleika gumpsins.

en það er bara þannig að þegar veikindi koma upp að þá verður bara að halda haus og þrauka áfram , hugsa um börn og bú.

gumpurinn á það til að hugleiða ýmislegt og langar að koma svo mörgu á framfæri það er margt svo óréttlátt og svo er einnig margt sem betur má fara, t,d.  íllt umtal og framkoma hvernig getur fólk lifað við það að tala ílla um aðra og dæma aðra án þess að blikkna við það , og þessi blessuð barna afmæli eða vinaafmæli það er mikið kappsmál að , verða að bjóða annað hvort öllum stelpunum,strákunum eða öllum bekknum, þetta er bara ekki réttlát eða það segir dóttir mín sem vildi bara bjóða fáum vinum sínum,hélt upp á vinaafmæli s,l. laugardag  hún réði alveg hverjum hún vildi bjóða og ekkert vandamál okkar megin , hef talað við kennarann og hún segir að það sé ekki skilda að bjóða öllum en samt á ekki að skilja eftir ef bjóða á nánast öllum annað hvort stelpunum ,strákunum eða öllum bekknum.

um það vorum við sammála en það voru krakkar sem vildu láta bjóða sér en dóttir mín sagði við þau börn að hún væri búin að ákveða hverjum hún ætlaði að bjóða en nefndi engin nöfn, einhverjir fóru í fýlu, og gumpurinn bara spyr hvers eiga börnin að gjalda þegar foreldrar banna börnum sínum að leika við sum börn vegna þess að þeim var ekki boðið í afmæli.

gumpurinn á ekki til orð verð bara að segja það.

svo eigum við að leyfa börnunum að vera börn,þau verða alltof mikið fyrir áreiti annað hvort heima eða að heiman, komum börnunum út að leika sér, kynnum fyrir þeim alla leikina sem við fórum í er við vorum börn, leifum þeim að koma skítug heim sæl og ánægð  að hafa getið leikið sér án þess að hafa áhyggjur á að skíta ekki út fötin sín, leifum börnunum að leysa mál sem upp koma eða alla vega að reyna það án þess að við skiftum okkur af því, minnkum tölvunotkun, sjónvarpsgláp, og inniveruna, og umfram allt hætta öllu þessu skuttli hingað og þangað,  börn hafa bara gott af því að ganga, hlaupa og hjóla,

mikið óskaplega sakna gumpurinn gamla daga þegar börnin voru miklu meira frjáls en þau eru í dag það er alla vega á okkar heimili þá er margt eins og í gamla daga,

og eitt að lokum hugsið um mataræði ykkar og barnanna okkur brá virkilega þegar skólablaðið kom síðast út að þá var grein þar frá hjúkrunafræðingunum vegna sívaxandi offitu barna og tilmælum til foreldra að ath mataræði og hátt prósentufall offitu.

látum okkur líða vel og hugsum vel til allra

hafið það sem best og góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

152 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 19590

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband