það er brjál að gera

hæ hæ gumpurinn er komin aftur það er búið að vera nokkuð mikið að gera og hef bara ekki nennt að blogga á kvöldin hef farið snemma að sofa

Gyða Dögg er búin að halda vina afmæli og var það haldið s,l. laugardag hún réði auðvitað hverjum hún vildi bjóða og það komu sjö börn reyndar var frænka hennar úr Reykjavík í þeim hópi hún gisti hér um helgina, og það var mikið fjör þessa tvo tíma sem afmælið var og til hals og traust þá kom frænka , sú sem kemur með í gönguferðirnar á kvöldin , við buðum upp á afmælistertu, orkubita og klakavatn með appelsínisneiðum að drekka með og voru börnin mjög ánægð með veitingarnar.

svo átti að halda upp á fjölskafmælið daginn eftir en vegna veðurs þá var því frestað þar til næsta sunnudag en við fórum með Sölva til læknis um morguninn það lekur mikið úr eyranu og það má ekki koma við það nú læknirinn skoðaði allt voða vel og komst að því að rörið var ennþá á sínum stað sem betur fer, annars væri ástandið verra, Sölvi fékk krem til að setja í eyrað og svo var haldið heim í snjókomu og bil en það var nú í góðu lagi.

við komum svo við hjá teindó og fengum ís og kaffi svo var sent út skilaboð til fjölsk og vina um frestun á afmæli, sem betur fer því Sölvi var svo pirraður og slappur að það hefði ekki verið gaman fyrir hann að hafa fjölda fólks og hávaða svona lasin, hann var stílaður og svo svaf hann í dágóða stund.

en teindó kom í heimsókn í súpu og tertu og færðu afmælisbarninu slatta af fötum, amman fékk kaup æði á útsölu , og sumarfötin munu koma sér vel í sumar.

svo hafa dagarnir runnið hratt og áður en gumpurinn veit af þá er komið kvöld og samt helling eftir að gera en það kemur bara í rólegheitunum,var að skúra stofu og gang og ætla að skúra eldhús eftir smá stund svo á morgun verður þrifið aðeins meira.

jæja ætla að láta þetta duga í bili þarf að fara að sækja börnin á leikskólann eftir hálftíma og þá þarf að hafa hraðar hendur ef klára þarf að skúra fyrst,

heyrumst síðar og hafðið það sem allra best

kv gumpurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

152 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 19590

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband