20.2.2008 | 22:04
útrásardagur í leikskóla og í ræktinni
pestin liðin undir lok á þessu heimili það var yndislegt að vakna í morgun og nóttin var gubbulaus dagurinn var tekin snemma Sölvi vaknaði fimm mín yfir sex í morgun borðaði smá wetos og mjólk í glas og horfði á Lottu , pabbinn var farin í ræktina og mamman klæddi sig í æfingafötin ef hún kæmist í ræktina
klukkutíma seinna vaknaði Bríet og hún vildi sama morgunverð og bróðir sinn en bara lítið, þau fengu sér lýsi og vitamín og ennþá ekkert gubbað .
börnin klædd í föt, greidd og þvegin fyrir leikskólann, Gyða Dögg er búin að vera með magamigreni síðan á sunnudag og ekkert komist í skólann en ákvað að fara í morgun þó svo hún líðan væri ekki góð
rétt fyrir kl átta þá skundaði fjölsk út og mikið var nú gott að komast út og rölta á leikskólann það var tekið vel á móti okkur
jamm svo fór gumpurinn í ræktina og það var nú ekki leiðinlegt, hitti vinkonu og ákvað var að hittast yfir tebolla , pukkate , heima hjá vinkonu eftir ræktina og áttum gott spjall saman, svo var komið við í búðinni og drifið sig heim í sturtu er heim var komið þá glumdi síminn og gumpurinn fékk nett áfall nú jæja ætli börnin séu aftur orðin lasin en nei ekki litlu krílin heldur hringdi elsta dóttirin og vildi koma heim henni liði mjög ílla, mamman sagðist koma upp í skóla og fylgja henni heim og í leiðinni var spjallað við kennarann sem skildi allt svo vel og var látin vita að Gyða Dögg ætti tíma hjá lækni í fyrramálið.
við röltum heim og daman skreið beint upp í sófa og lokaði augunum og á meðan skellti gumpurinn sér í sturtu og ekki leið á löngu er bóndinn kom heim og skellti í sér hádegismat áður en haldið var af stað á leikskólann og þar var allt í þessu fína, krílin borðuðu þokkalega vel af kjötsúpu og voru ánægð með vistina
dagur leið eins og venjulega nema að Bríet vildi ekki sofna eftir hádegi en Sölvi svaf í tæpann klukkutíma, þau léku sér og borðuðu vel af ávöxtum og nörtuðu í cheerios, pabbinn kom heim rúmlega hálf sex og lék við börnin á meðan mamman kláraði að útbúa kvöldmat og það var kjúkklingur og pasta í cocosmjólk með grænmeti foreldrarnir og elsta dóttirinn borðuðu en krílin voða lítið þannig að þau fengu sér hafragraut og það var borðað með bestu list.
jamm matarlistin kemur
krílin sofnuð rúmlega hálf átta og elsta dóttirinn sofnuð kl níu, bóndinn er að vinna í björgunarbátnum og gumpurinn að horfa á úrslita þáttinn af canada next model
ætla að hafa það notalegt í kvöld snemma í bólið það skiftir öllu að ná góðum nætursvefni
hafið það sem allra best og njótið hvort annað látið ykkur líða vel
vel og góða nótt
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
152 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 19590
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.