19.2.2008 | 23:24
gubbulaus dagur og búið að ákveða afmæli
já gubbulaus dagur og kvöld ennþá krílin hafa að venju verið kát og fjörug matarlistin aðeins betri og vonandi er þetta gubbuvesen búið
ef þau verða ennþá gubbulaus í nótt og eftir morgunverðin að þá fá þau að fara á leikskólann veit að það verður gaman fyrir krílin finn að þau þurfa að komast út og það sama gildir fyrir gumpinn bara verð að komast út og taka góða æfingu í ræktinni og sjá fólk og gera eitthvað annað en að standa í stórþvotti og þrífa upp gubb
það styttist óðum í níu ára afmælið hjá Gyðu Dögg og búið er að ákveða , auðvitað með samþykki afmælisbarnsins , hvaða veitingar verða í boði það kemur svo í ljós
afmælisbarnið ætlar að bjóða nokrum vinum sínum heim laugardaginn 1 mars í svona tvo tíma og daginn eftir verður svo fjölskylduafmælið ætlunin er að troða ættingjum og vinum inn í okkar , stóru , íbúð já já allt er hægt það tókst ágætlega í fyrra en var mjög þröngt og við ákvöðum þá að halda afmæli krílana annarsstaðar síðast fengum við sal leigðan en þá komu svo fáir að það hefði leikandi hægt að halda það afmæli hér heima
þannig að það verður sem sagt veisla heima fljótlega fjölsk og vinir þið fáið bráðum boðskort
jæja ætli þetta sé ekki bara gott í kvöld ætla að koma mér í bólið
góða nótt kveðja gumpurinn sem vonast eftir áframhaldandi gubbulausum dögum
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
152 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 19590
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.