16.2.2008 | 20:44
það er laugardagskvöld og ég ætla að vera heima
já gumpurinn ætlar að vera heima í faðmi fjölskyldunar, horfa á spaugstofuna og laugardagslögin fá sér einn bjór og smá nammi, ost, kex og vinber ummmm
við erum með næturgest frænka ætlar að gista Birna Marija kom til Gyðu Daggar í morgun og verður þar til á morgun foreldrarnir ætla að skreppa á þorrablót og við buðum frænku að gista og mikil gleði skein úr augum stelpnana er mömmurnar voru einróma sammála um gistingu.
annars var dagurinn tekin heldur snemma í morgun kl hálf sex vöknuðu krílin og mamman var ekki alveg tilbúin að fara svo snemma á fætur langaði að kúra aðeins lengur svo það var sett mjólk og soðið heitt vatn í pela og þau sofnuðu ca rúman hálftíma lengur
úpps varð að bregða mér frá aðeins því Bríet Anna já gubbaði hún hóstaði og hóstaði og allt í gubbi búið er að skifta á öllu og sem betur fer þá er til auka sæng og koddi núna kvílir hún í fangi pabba sýns og búin að fá stíl og benilin, læknirinn ráðlegði það að gefa henni ef hún gubbaði af völdum hósta.
sem sagt auka þvottur í kvöld gaman gaman eða hitt þó heldur.
en dagurinn sem sagt var fínn krílin sváfu frekar lítið en Þóra Björg frænka passaði í klukkutíma frá hálf eitt á meðan maman og Guðbjörg systir sprikkluðu í ræktinni það var bara gott
jæja nú er Bríet Anna farin að hrjóta í fangi pabba síns sem sagt ca korter síðan hún fór í fangið er greinilega alveg búin á því
þetta er nú orðið gott í kvöld nú ætla gumpurinn að hafa það næs í kvöld og vona að þið hafið það gott og farið varlega í gleði helgarinnar
gumpurinn bíður ykkur góða nótt
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
152 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 19590
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.