15.2.2008 | 21:25
allt í rólegheitunum
jæja þetta er nú allt að koma í rólegheitunum segja fóstrurnar á deildinni
Sölvi Örn er betri en það vellur ennþá gulur vökvi úr eyranu og Bríet Anna er aðeins betri af kvefinu og græni liturinn af jakkinu , en það kallar Bríet þegar hún vill láta sníta sér og það er oft á dag, er að lýsast og færri snítingar í dag en í gær.
en óheppnin eltir Gyðu Dögg hún var í smíði í gær og sagaði í þumalputtann á sér , stikki úr puttanum að hennar sögn og mikið blóð búið að renna örugglega allt blóðið úr puttanum, en mamman hughreisti hana og sagði að það væri nú ekki miklar líkur á því og hún fengi nú örugglega meira blóð í staðin fyrir það sem fór úr puttanum, og hún sátt við það svar.
sem sagt ekki hægt að spila á fiðlu í dag og ekki hægt að fara í fimleika í dag það nefninlega þarf að nota þumalputtann mikið segir daman.
já já svona er nú það annars fór gumpurinn í ræktina í morgun og tók góða æfingu á fjölþjálfann í 45 mín ásamt Guðbjörgu systur hún fór á göngubretti á sama tíma og í 45 mín, hún kom við hjá gumpinum rétt rúmlega átta í morgun og bauð far í ræktina, svo kom Lauga vinkona og hún slóst í hópinn í smástund hún ætlaði að hita upp áður en hún fór í salinn svo hélt hún að gumpurinn ætlaði ekki í ræktina því bíllinn var heima en nei ekki fór svo fyrir gumpinum að gera ekki neitt í morgunn.
dagurinn í dag var nú hefðbundin svefn eftir leikskólann og leikur ásamt að vera borðandi í allann dag og fram að háttatíma um kl hálf átta, matarlistinn að koma sem betur fer hjá krílunum
nú er verið að horfa á gettu betur með eldri dótturinni það kom virkilega skemmtilegt lag í þættinum sem skemmtiatriði hjá MH ég var einmitt að pæla í er ég hlustaði á lagið að það væri ekkert mál að fá það á , heilann , og það er ennþá að söngla í hausnum á gumpinum. það sama sagði stjórnandi þáttarins ekkert mál að fá þetta skemmtilega lag á heilann.
bóndinn er að vinna og verður það eitthvað framm eftir kvöldi og svo er vinna allann daginn á morgunn frá átta í fyrramálið og allaveganna fram að kvöldmat ekki verra að fá helgarvinnu eftir að það minkaði vinnann s,l. vikurnar þegar veðrið versnaði og allt fór á kaf í snjó en nú er snjórinn óðum að hverfa og töluverð hálka komin en hún má alveg fara sem fyrst það er þá miklu betra að hafa snjóinn
á morgun stefnir gumpurinn að hafa að venju skemmtilegan dag með börnunum kíkjum kannski í bíltúr seinnipartinn fer eftir veðri ætla að hafa börnin inni um helgina og vona að það hjálpi við að losna við kvefið eða að það minnki eitthvað sem sagt ekki hægt að vera úti að leika og það er komið langt síðan að þau hafa getið leikið sér úti því miður fyrir þau en svona er að vera alltaf lasin, það ætlar að rætast sem læknarnir sögðu við okkur í haust að veturinn verði inni vetur hjá börnunum.
ætla að láta þetta gott í kvöld fer snemma í bólið og á von á að Gyða Dögg fái að sofna hjá mömmu sinni við lesum í smástund áður en við sofnum.
hafið það gott og látið ykkur líða vel vel í nótt
kveðja gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
152 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 19590
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.