13.2.2008 | 21:36
úff þetta ætlar seint að taka enda
dagurinn í gær endaði ekki vel, Sölvi Örn var mjög svo lítill í sér og grét og vildi bara láta halda á sér þetta byrjaði um fimm leitið í gær en framm að því þá var allt í þessu fína hjá krílunum þau sváfu vel og léku sér en allt snérist á hvolf og framm að kvöldmat þá var sem sagt allt ómögulegt, þá kom kallinn heim og hjálpaði við að gefa að borða það gekk ágætlega og börnin voru komin upp í rúm kl hálf átta nei það gekk ekki vel Bríet Anna sofnaði en vaknaði fljótlega og mamman fór inn og í sama mund þá grét Sölvi og pabbinn fór þar inn og var í dágóða stund svo sofnaði Sölvi og Bríet sofnaði ekki fyrr en um níu leitið en þá vaknaði Sölvi aftur og pabbinn var farin að vinna en mamman fór inn til hans.
Sölvi bara grét og grét frekar óvenjulegt því hann sefur orðið alla nóttina en núna fann hann greinilega mikið til var ekki með hita en mikið sveittur eins og alltaf eftir ca korter þá ákvað mamman að gefa honum 250 mg stíl og það virkaði og hann svaf þar til rúmlega sex í morgun og ekkert virtist vera að.
þau fóru á leikskólann og mamman í ræktina kom heim um tíu leitið, Guðbjörg systir kíkti um kl ellefu en rétt áður þá hringdi deildastjórinn á deildinni þeirra og sagði að það læki blóð úr eyranu á Sölva en hann virtist ekki finna til, mamman hringdi á heilsugæslustöðina og að venju þá var allt fullt bæði í símatíma og tíma hjá lækni en gumpurinn sagði hvað hafði gerst við símadömuna og hún ætlaði að tala við lækni.
stuttu seinna þá hringdi símadaman og lét vita að læknirinn vildi kíkja á drenginn og máttum koma kl eitt, krílin voru nokkuð hress er náð var í þau, töluvert hafði lekið úr eyranu en það virtist ekkert plaga hann.
svo ruglaðist svefninn þau eru vön að fara að sofa kl hálf eitt en nú varð að halda þeim vakandi , við komum svo á heilsugæslisröðina og læknirinn tók fljótlega á móti okkur hann skoðaði vel eyrun og sá ekki hvort rörið væri ennþá en farið að líkindum það var svo mikið blóð en komin sýking í eyrað en ekkert að hálsinum sagði að hljóðhimnan hefði sprungið og það yrði að gefa honum sýklalyf og dropa í eyrun. sem sagt kvöldið áður þegar hann var svona lítill í sér og grét að þá hafi sprungið hljóðhimnan og er þrístningnum hafi létt þá hafi hann liðið betur og eftir stílinn.
jamm og jamm nú fyrst við vorum þarna með Bríti og áttum tíma næsta föstudag þá ákvað læknirinn að kíkja á hana í leiðinni því hún er með rosalega mikið kvef og hóstinn er dálítið en enginn hiti sem betur fer þá voru eyrun fín hálsinn rauður og læknirinn tók streftakokkapróf en það var neikvætt sem sagt ekki smit þar, við eigum svo að koma með börnin aftur eftir viku ef ekkert hefur breist, ´þá á að mynda lungun og ennis og kinnholur á Bríeti og skoða Sölva aftur.
börnin sváfu ekkert í dag og voru mjög þreytt er líða tók á daginn, við fengum góða heimsókn Fríður vinkona og Edda dóttir hennar komu í heimsókn þær eru í fríi frá Hollandi til fjóra mars, yndislegt að hitta þær .
kallinn kom heim upp úr kl sex með Gyðu Dögg þau fóru í foreldraviðtalið og kom það rosalega vel út við erum mjög stoltir foreldrar .
krílin voru orðin svo þreitt að þau voru sofnuð fyrir kl sjö, við ákvöðuðum að prufa að setja rúmið hennar Bríetar inn til Gyðu, ætluðum að ath hvort hún svæfi betur þar hún alla vega sofnaði strax .
núna er Gyða Dögg farin að sofa , kallinn að vinna ætlar að vera komin heim kl tíu .
gumpurinn er að horfa á topp model og ætlar að njóta kvöldsins og vel í nótt
vona að börnin sofi vel og þið líka
verið við hvort annað
kveðja gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
152 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 19590
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.