börnin heima í dag og mikið fjör

starfsdagur í skóla og leikskóla í dag og þar af leiðandi börnin heima sem var bara fínt að venju þá er fjör heima og engin undantekning á því í dag,fengum heimsókn Grin vinkona kíkti með sex ára guttanna sýna og mikið fjör og gaman, áttum gott spjall og börnin áttu góðann leik er hægt að biðja um það betra Wink held ekki.vinkonan fékk nesti með sér heim vona að það hafi virkað vel .

nú þegar líða tók að kvöldmat sem saman stóð af soðnum fiski,án vatns,með sveppum og svo rifnar karteflur gufusoðnar með gulrætum og steinselju, borið fram með fersku grænmeti, börnin borðuðu vel og voru sofnuð kl hálf átta en sú elsta þurfti nú ekki að sofna svo snemma, gumpurinn bauð Helgu systir í mat og þáði hún það, fengum okkur svo danska ísinn í eftir rétt.

Gyða Dögg fór í fótabað að læknisráði til að mýkja upp hælinn svo var hann raspaður svo settur sérstakur plástur á hælinn, en þetta lítur ekkert vel út það er aftur komin bólga og allt aumt, Gyða Dögg á að fara aftur næsta mánudag til læknis og láta skera í þetta aftur, vona að þetta fari nú að lagast, annars eru börnin ennþá með kvef og mikið nefrensli fer að halda að þau séu með kvef og nefrensli í áskrift Frown .

í fyrramálið þegar börnin eru farin í skóla og leikskóla þá ætlar gumpurinn í ræktina og taka vel á því að venju auðvitað Smile eiga svo góðann dag með börnunum, en núna ætlar gumpurinn að fara snemma í háttinn á eftir að hengja upp úr þvottavél og stefni á að vera komin upp í rúm kl ellefu.

og munið að láta ykkur líða vel og góða nótt Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

151 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband