konukvöld, uppboð á brók með brensuförum í .

þegar ca 70 konur koma saman á ekki á svo mjög stóru svæði,já frekar þröngt á milli borða,að þá fá fuglabjörg minnimáttakend Blush þvílíkur hávaði.

plús það að stór hluti kvennana var Shocking að drekka áfengi.

 fékk ég útivistarleifi kl sex og  hitti vinkonu mína heima hjá henni,önnur dóttir hennar og ein vinkona okkar voru að leggja síðustu hönd á förðun, rautt var þema kvöldsins og rautt glimmer alsráðandi ásamt rauð hjörtu skörtuðu nú andlit,líkama og hár.

vinkonurnar voru aðeins við skál Smile eða að fá sér bjór en dóttirin mátti hins vegar ekki smakka áfengi,er með barni, og ekki ætlaði gumpurinn að fá sér áfengi en fékk í staðin hjörtu límd við hliðina á augunum mjög smart, nú eftir smástund var ákveðið að fara til hinnar dóttur vinkonu minnar í party, ákvöðum að vera svo komin á Salthúsið rétt fyrir kl átta og ná góðu borði.

og þá byrjaði fjörið fyrir alvöru Wizard jamm og jamm, á móti okkur tóku strákar ú körfuboltanum þeir tóku við yfirhöfnunum en störðu á gumpinn því nokkrar yfirhafnir þurfti að taka við og hengja upp, gumpurinn brosti sínu breiðasta sagði ekkert mál og sá um að redda yfirhöfnunum sem saman stóð af kuldabuxum,úlpu,húfu og vettlingar ásamt því að skifta úr kuldaskónum og yfir í spariskóna,gumpurinn ætlaði nefninlega að ganga heim þegar ballið átti að byrja ca kl tólf, strákunum var greinilega létt en biðu samt og tóku við yfirhöfnunum og hengdu upp, fylgdu svo gumpinum að borðinu þar sem vinkonurnar voru sestar, þar beið rós og koktell en gumpurinn ásamt óléttu ungu konunni báðu um óáfengann koktell, já ekkert mál, bleikur,sætur freyði koktell rann ljúflega niður.

kynnir kvöldsins var íslendingur búsettur í Danmörku ásamt fjölsk sinni hann var frábær kynnir spilaði á gítar og munnhörpu reytti af rér brandarana sem voru mis bláir, og það sem vakti ólgu meðal margra kvenna var að hann var í skotapilsi og var oft að fara úr misstórum og mis ljótum nærbuxum og meðal annars voru stærstu og ljótustu buxurnar ásamt að vera með ,bremsuförum í, að hans sögn.

þær voru boðnar upp og hæðsta boðið var rúmlega tuttugu þús jamm er ekki að grínast Whistling  skrítið hvað skítabrók getur veriði svona líka eftirsótt.

og eftir því sem leið á kvöldið þá æstust konurnar,hávaðin jókst fleiri kokktelar pantaðir já brjálað stuð .

og við sem voru að drakka vatn,já það bættist önnur ólétt ung kona við hópinn sem sagt við skemmtum okkur mjög vel, ásamt að hlæja okkur máttlausa á vittleysunni í konunum við borðið og hinum konunum, uppátækjasamar já konurnar breyttust margar hverjar mikið þetta kvöld hvort sem áfengið eða kynnirinn í skotapilsinu eða körfuboltastrákarnir sem þjónuðu og seldu happadrættismiða ollu þessu það er ekki gott að segja Undecided.

já það voru veglegir vinningar í boði og einnig breytt útlit á tveimur konum og mjög flott allt saman.

þegar kl var rúmlega hálf tólf þá var opnað fyrir öðrum gestum því halda átti ball og gumpurinn dreif sig í útigallann, og hélt heim á leið í roki og smá snjókomu og það var yndislegt að komast úr hávaðanum og rölta heim á leið.

heima beið bóndinn með nammi og bauð upp á bjór, gumpurinn þáði einn bjór með bóndanum og spjölluðum við í dágóða stund.

mikið var nú notalegt að skríða upp í bólið sitt, lúin eftir atburði kvöldsins og vita til þess að enginn þvinka mundi hrjá heilsu morguninn eftir, gumpinum grunar að vinkonur og fleiri konur gætu vaknað Sick já einmitt svona morguninn eftir.

að venju var vaknað snemma og allt samkvæmt venju eins og alla morgna, bóndinn var svo með börnin á meðan gumpurinn fór í ræktina hálf eitt og æfði í 45 mín, og það voru nú býsna margir í ræktinni þennann sunnudag, börnin voru sofnuð er gumpurinn kom heim,skellti sér í sturtu og lét sér líða vel, fjölsk skellti sér í sunnudagsbíltúr í höfuðborgina til systir bóndans, vorum þar í klukkutíma og komum heim um sjö leitið,borðuðum góðann mat,og litlu krílin sofnuð hálf átta.

nú ætlar gumpurinn hins vegar að láta þetta gott heita í kvöld. á eftir að hengja upp úr þvottavélinni og ætlar svo í bólið snemma.

dreymi ykkur vel Sleeping og góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

151 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband