undravert veðurfar

þetta er nú meira veðrið í gær snjókoma og rok og í dag rigning og rok snarvittlaust veður, var að spjalla við vinkonu mína sem býr í Hollandi hún kemur til landsins 14 febrúar mikið óskaplega hlakka okkur til að hittast Grin höfum ekki hist í tæp fjögur ár, hún kemur með litlu dóttur sína en rest af fjölsk verður heima , þær mæðgur ætla að dvelja til fjórða mars,já við vorum einmitt að tala um þetta veður sem er búið að dembast yfir okkur hér á landi hún fylgist vel með fréttum og veðri á ruv.is  .

ég er að bíða eftir að Heiðar komi heim hann fór í útkall kl hálf sjö í kvöld, á samt ekki von á honum heim strax hann var úti til að verða tvö s,l. nótt í björgunarleiðangrum.

nú er við vinkonurnar vorum að spjalla þá kom elding og þruma og ekki líst gumpinum neitt vel á það, verð barasta dálítið Frown já einmitt, sem sagt jarðskjálftar,hálka,eldingar og þrumur Frown .

gumpurinn var nokkuð duglegur í kvöld,krílin sofnuðu kl sjö og Gyða Dögg gistir hjá vinkonu sinni,svo það var sópað og skúrað stofan,holið og eldhúsið og ekki lengi að því reindar ekki um voða stórann flöt að ræða en var orðið bráðnauðsinlegt að gera.

er svona að glápa með öðru auganu á sjónvarpið gettu betur var að enda og er að pæla í hvort nennirinn sé fyrir hendi að vaka eftir Taggart, alltaf gaman að horfa á góða skoska sakamálamynd eða breska, ætla allavegana að hlusta á fréttir og veður kl tíu í kvöld.

annað kvöld ætlar gumpurinn að bregða sér í betri fötin jafnvel að snurfussa sig dálítið og skella sér á konukvöld með vinkonu sinni, ætla samt ekki á ballið, langar ekki neitt á von á að vera komin heim um miðnæti, er boðið að fara fyrst í partý áður en það byrjar kl sex, veit samt ekki hvort ég komist fyrr en um sjö,húsið opnar kl átta og við ætlum að vera komnar þá og ná í gott borð.

meira um konukvöldið næst Wink .

annars er bara allt fínt hér á þessum bæ, okkur líður vel kvefið er pínulítið að minka hjá börnunum þau hress að vanda mikið að gera hjá þeim og þau eiga sitt tungumál erum búin að komast að því Wink þau eru ótrúlega dugleg að tala og tjá sig ,hugsið ykkur hvað svona litlir kroppar læra á fyrstu tveimur árum ævi sinnar, ekkert lítið.

jamm ætli þetta sé ekki bara gott í kvöld ætla að kíkja aðeins á ævintýramyndina á ruv.

gumpurinn bíður ykkur góða nótt Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

151 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband