4.2.2008 | 22:08
gott að þessi dagur er að kveldi komin
þá er þessi langi dagur að kveldi komin sem betur fer búið að vera mikið að gera, síðasta nótt var lítið sofið hjá gumpinum fór reyndar snemma upp í rúm en stuttu seinna þá vaknaði Bríet Anna vildi fá að drekka svo tók smá tíma að sofna en var oft að vakna í nótt þar til kl rúmlega fjögur að þá fékk hún stíl og svaf til rúmlega sex í morgun,vaknaði hress og fór á leikskólann ásamt Sölva Erni.
úff erfitt að vakna í morgunn skreið aftur upp í rúm eftir leikskólaferðina og dormaði til kl níu en þá var farið með Gyðu Dögg til læknis hún fór ekki í skólann ,læknirinn skar aftur upp þykkildið í hælnum og frysti svo hann sagði að það væri djúft á þessu og vildi að við kæmum aftur eftir hálfann mánuð og ætlaði að gera það sama aftur þar til þetta hætti að koma aftur og aftur.
nú við komum svo heim og aftur skreið gumpurinn upp í rúm, var líka með höfuðverk og verki í mjöðm,baki og niður fæturnar, vaknaði við símann rúmlega ellefu, góð vinkona hringdi og við áttum gott spjall, eftir að farið var á leikskólann og náð í börnin þau sofnuðu hálf eitt en sváfu óvenjulega stutt eða hálftíma ekki gott og allur dagurinn eftir jamm stefnt var að leggja af stað kl þrjú í bæjarferðina og það stóð.
gumpurinn þurfti að fara og láta mæla sjónina og fór því í smárann og gekk það vel sjónin hefur breyst og eftir spjall þá komst sjónmæliskonan að því að meðganga og þessi veikindi sem hrjá gumpinn að það hefur haft áhrif á sjónina já hissa varð gumpurinn við að heyra þessa frétt.
ákvað varð að velja ný gleraugu því gömlu eru ekki með rétt gler, og ekki tók það nú langann tíma eitt par af mánaðarlinsum fékk gumpurinn gefins til prufu svo verða nýju gleraugun tilbúin eftir ca tvær vikur það þarf að panta þau úr útlöndum, sem sagt nýju gleraugun verða bæði mínus fyrir að sjá nálægt mér og neðri hlutinn verður plús svo ég þurfi nú ekki að vera að fókusa það sem ég þarf að sjá nálægt, og verðið á gleraugunum úffff ekkert gefins en þau verða send á optical í Leifstöð eru miklu ódýrari þar svo þar með auglýsir gumpurinn eftir að frétta af einhverjum sem gæti tekið gleraugun þar ef einhver á leið um Leifstöð á næstunni á ferð til og útlöndum að þá væri gumpurinn afar þakklátur ef einhver gæti tekið gleraugun , það spara um rúmlega sautján þúsund kr á að sækja þau þar.
nú var tíminn að hlaupa frá svo drifið var að hitta næsta læknir ekki langt frá, Art Medica og hitti þar Þórð læknir, eftir smá viðtal þá var komið að þessu skemmtilega eða hitt þó heldur á bekkinn í slopp opinn að aftann takk fyrir, lykkjan tekin enda var hún á leiðinni út og var búin að valda þessum leiðindum í þó nokkurn tíma, ákvöðum í sameiningu að láta þetta gott heita í bili en vera í sambandi ef eitthvað breyttist.
á heimleið komum við í bónus gerðum að venju góð kaup og vorum komin heim rúmlega hálf sjö, Bríet Anna orðin mjög slöpp augun á floti og hellings nefrensli,hún var mæld en ekki hiti að ráði hún svaf á leiðinni heim en var sofnuð kl hálf átta með mömmu sinni sem ákvað að leggja sig í smá stund hafði tekið inn verkjatöflu en gaf litlu skottu stíl hún grét og var lúin er við komum heim, vildi ekkert borða en fékk pelann sinn.
á svo sem ekki von á að farið verður í leikskólann á morgunn eða næstu daga, sem sagt kvef og meira kvef, og líkamsræktin verður að bíða í einhvern tíma. ætla að hlúa að börnunum mínum.
nú ætla gumpurinn að láta þetta nægja í kvöld, ætla snemma í rúmið og ná í einhverja hvíld.
góða nótt vel
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
151 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.