helgin að líða og við tekur þriggja daga hátíð

þá er helgin að líða og við taka vinnudagar og skóladagar, höfðum það fínt í dag fórum meðal annars í bíltúr og komum við hjá teindó og okkur var boðið upp á rjómabollur Grin mikið svakalega voru þær góðar, sem betur fer þá eru ekki nema ca tveir bolludagar á ári dagurinn í dag þá er bolludeginum þjófstartað og svo á morgunn er hinn sanni bolludagur, veit samt ekki hvort við fáum okkur bollur þá þetta var bara fínt í dag ekki margar bollur en bara fínt.

og fleiri gleðidagar framundan sprengidagur með tilheyrandi mataráti saltkjöt og baunir, en ekki hjá okkur, við borðum eiginlega ekki unnar matvörur það eru að verða fimm ár síðan við tókum mataræði í gegn hjá okkur og það hefur skilað sér margfallt til baka, mjög mjög sjaldan og þá á hátíðisögum eða afmæli að þá er eitthvað smakkað en í litlu mæli, og okkur líður miklu betur.

og svo er það öskudagurinn með búninga andlitsmálun sáum reyndar í fréttunum að fólki er varað við að nota andlitsmálingu sem seld eru í búðunum já svo er nú það, ekki verra að aðvara fólk svona rétt áður en dagur búninga og andlitsmálninga gengur í garð ásamt öllu nammiátinu sem sagt stór dagur hjá börnunum. sakkna mikið öskudagspokanna ætla að búa til poka með elstu dótturinni.

ég var að vonast eftir að Gyða Dögg yrði eitthvað betri af magaverkjunum og höfuðverkjunum, hún vaknaði fín í morgunn en ekki löngu eftir hádegi þá byrjaði þetta allt saman aftur, og hún er eitthvað mjög viðkvæm þessa dagana að breyta til t,d. mat eða sælgæti hún fékk sleikjó frá vini sínum og mjög sennilega þá getur það verið einhver sök á vanlíðan hjá henni.sykur er mjög slæmur fyrir hennar maga ásamt svo mörgu öðru.

já svo er sturtan komin í lag og óhætt er að halda áfram að fara í sturtu án þess að sitja undir bununni Wink .

á morgunn þá er ymislegt á dagskrá meðal annars að fara með Gyðu Dögg til læknis, hún fór ekki fyrir löngu til að láta skoða hælinn á sér og þá var skorið úr þykkildi en nú er það komið aftur og þá verður bara að ath það aftur, nú eftir hádegi þegar krílin eru búin að sofa þá þarf að fara í bæjarferð því gumpurinn þarf að fara til læknis og í leiðinni á að fara og láta mæla sjónina því gumpurinn er farin að sjá ansi ílla, þarf sem sagt að fá ný gleraugu og linsur sem fyrst.

jamm en ætli þetta sé ekki komið gott í kvöld látið ykkur líða vel og hafið það gott.

gumpurinn ætlar að fara að skríða upp í rúm,elsta dóttirinn sofnaði þar og sefur þar sjálfsagt eitthvað fram á nótt því kallinn þurfti að fara í björgunarleiðangur á bátnum að sækja veikann sjómann nokkuð langt út á sjó.

góða nótt  Sleeping

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

151 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband