með bilaða sturtu eftir æfingu

góður dagur í dag, byrjaði á að vakna snemma eins og vera ber með yngstu fjölsk meðlimunum, morgunmatur og barnaefni, sú elsta vaknaði kl að verða átta og skreið upp í stofusófann með morgunmat, börnin vöktu svo pabba sinn upp úr kl níu og hann skellti sér framm með börnin og kíkti á barnaefnið, mamman hins vegar kúrði aðeins lengur í svona hálftíma, við hjónin ákvöðuðum að fara í ræktina og börnin fóru til afa og ömmu alltaf fjör þar.

það voru ótrúlega margir í ræktinni í morgunn, við tókum klukkutíma púl ekkert smá hressandi, er heim var komið þá skellti frúin sér á undan í sturtu en þá kárnaði gamanið,sturtan biluð, því kvöldið áður er krílin fóru í sturtubað þá voru þau að fikta í sturtunni og kallinn ætlaði að láta buna úr krananum en ekki úr sturtuhausnum og ýtti greinilega of fast á kranann og mjög lítið rensli kom úr sturtunni,úff þá varð bara að finna ráð, ekki hægt að lykta ílla,nú það varð bara að setjast í sturtubotninn og láta buna yfir sig, frekar óþægilegt en hvað gerir maður ekki til að líta vel út og lykta vel,en allt hafðist þetta vel að lokum.

ég nefndi þetta nú við kallinn er ég var búin að skrúbba ,við  þessa nýju aðstæðu, hann fór í sturtu og reddaði sér með að halda fyrir stútinn og þá bunaði helling úr sturtuhausnum, ætlar á morgunn að redda þessu .

svo var náð í börnin þau komu heim og þau litlu sofnuðu í klukkutíma svo var kíkt í afmæli um kl þrjú  það var fínt afmælisbarnið voða glöð og við fengum að vanda fínar kökur, við komum svo heim rúmlega fjögur,kallinn þurfti að fara kl fimm á björgunarsveitaæfingu með landhelgisgæslunni og er ennþá að heimann.

en Gyða Dögg mín er reyndar búin að vera lasin síðan hún vaknaði í morgunn, er með magasjúkdóm og er frekar lasin, hún vildi nú samt fara í afmælið en borðaði ekkert, svo í kvöld þá vildi hún ennþá ekkert borða en var komin með dúndrandi höfuðverk,migreni, hún fékk verkjatöflu og sofnaði hjá mér í stofusófanum, vaknaði áðan og gubbaði, og er sofnuð aftur, ég ætla að fylgjast með henni í nótt, vona að henni verði batnað í fyrramálið.

jamm svona er lífið á þessum bæ , nú jæja heyri að kallinn sé að koma heim ætla að láta þetta gott heita í kvöld, farið varlega í gleði helgarinnar njótið lífsins og verið þið sjálf,

gumpurinn bíður ykkur góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

151 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband