1.2.2008 | 21:11
er ennþá á lífi
er ennþá á lífi vonandi hafið ið ekki haldið að ég hafi keyrt mig út í æfingasalnum í vikunni, en nei þetta er bara búið að ganga nokkuð vel, miðað við hvað það er langt síðan er ég fór í frí ég sem sagt er búin að fara mán,þri en ákvað að eiga frí á miðvikudag en fór í mælingu úfff ég barasta var svona la la með útkomuna en fékk líka að heyra frá Ásdísi að þetta væri nú ekki alslæmt og hvatti mig bara til að ná árangri smátt og smátt og það ætla ég að gera, veit bara að ég er komin á stað og með hennar aðstoð og minn vilja þá get ég þetta, ég fór á fimmtudaginn og svo í morgun ég fékk byrjendaprógram í lyftingasalnum og kláraði fyrsta morguninn á því plani, mér var ráðlagt að æfa lyftingar 2 til 3 í viku og eftir tvær vikur þá fengi ég annað prógram ef allt gengi vel.annars ætla ég að æfa fimm daga vikuna og hina þrjá þá ætla ég í tíma sem eru í boði, er búin að prófa Rope Yoga og það er ótrúlegt hvað það kemur á óvart það eru mjög góðar æfingar, mæli eindreigið með því.
annars er þessi vika búin að vera fín, börnin hafa komist í skóla og leikskóla, krílin mín litlu hafa verið inni ásamt hinum krílunum á deildinni, og kuldinn í dag var nokkuð kaldur mælirinn hjá mér er núna 10,6 í mínus að væri nú ekki verra ef talan væri í plús, en í dag fór frostið í 12,3 og sem betur fer þá er ekki vindur eins og er þá er hætta á því að manni yrði frekar kallt á að fara út.
í fyrramálið erum við hjónakornin að hugsa um að fara í æfingasalinn og taka smá æfingu, ætlum að plata afa og ömmu til að hafa börnin á meðan, veit að það verður ekki mikið mál að gaman að fá að spilla aðeins börnunum og skila þeim brjál til baka, nei nei bara smá grín, afa og ömmu finnst bara gaman að hafa börnin, svo eftir hádegi eða um miðjan dag þá förum við í barnaæfmæli til Guðgjargar systir á von á góðum veitingum eins og alltaf þegar veislur eru annars vegar hjá henni, og svo er eins hjá Sólveigu systur alltaf góðar kræsingar, svo ekki veitir af að æfa aðeins í fyrramálið
jæja ætli ég láti þetta ekki nægja í kvöld, ætla að kíkja aðeins á sjónvarpið og fara í háttinn um ellefu leitið, er búin að gera það alla vikunna og ekki veitir af að ná góðri hvíld fyrir daginn eftir þegar búið er að bæta inn í daginn æfingum. heyrumst síðar og hafið það gott og góða nótt.
kveðja gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
151 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.