28.1.2008 | 20:46
í ræktina á ný spáð miklum kulda þessa vikuna úff
ójá í ræktina á ný eftir ca þriggja mánaða stopp, í haust þegar ég þurfti að taka mér pásu vegna veikinda átti ég ekki von á svona langri pásu, hefði getað byrjað aftur í desember en þá voru krílin mín veik og komust loks á leikskólann eitthvað að ráði fyrir viku og gátu verið alla vikuna og það hefur ekki gerst síðan í byrjun desenber.
en aftur að ræktinni ég mætti galvösk kl níu ætlaði að nota kortið mitt en fann það ekki sama hvað ég leitaði vel og lengi en fékk bara nýtt kort, nú ég skellti mér á upphitunartæki tæki sem ég veit ekki alveg hvað heitir en ég kalla það skíðatækið, hreifingarnar svipa til eins og þú sért á gönguskíðum, nú ég kunni ekkert að stilla það en komst inn í eitthvað tuttugu mín program og gekk vel ég allaveganna svitnaði vel, reyndar er ég að taka inn töflur frá eas sem ég keifti í sumar og byrjaði að taka þær aftur inn í morgun klukkutíma fyrir æfingu þrjár töflur takk fyrir eiga að auka brennslu og gefa aukna orku og það virkar fínt.
er ég var nýbyrjuð þá kom Guðbjörg systir og Eyrún vinkona hennar þær skelltu sér á göngubretti og systir var við hliðina á mér við gátum spjallað saman ég reyndar var nokkuð móð en kom að ég held öllu til skila, svo var að byrja vaxtamótunartími kl hálf tíu og systir plataði mig í þann tíma ég hafði tíu mín til að ná andanum á milli þess er ég kláraði skíðatækið og svo að skella mér í vaxtamótunartímann.
við vorum nokkrar í tímanum og vel tekið á því og mjög gaman sem sagt kl hálf ellefu þá var sá tími búin og ég skellti mér í sturtu, spjallaði svo aðeins við Ásdísi eigandan af stöðinni fékk góð ráð og kom heim um ellefu og leið vel en dálítið þreitt, fékk mér prótein drykk og vitamín, náði svo í börnin kl tólf og þau voru sofnuð um hálf eitt ég lagðist í stofusófann og dormaði í rúmann hálftíma það var æðislegt, Gyða Dögg kom heim tuttugu mín yfir eitt og dreif sig að lesa og gera verkefni sem teingdist lestrinum, hún lærði allt heimaverkefnið um helgina svo það er bara lestur og verkefni teingt því þessa vikuna, hún ákvað að hafa þetta svona það er nefninlega mikið að gera hjá henni í íþróttum og fiðlu.
nú eru krílin sofnuð það var kl hálf átta og sú elsta fer að sofa um kl níu, ég ætla upp í rúm ekki seinna en kl ellefu, svaf nokkuð vel síðustu nótt og vonast eftir að næsta nótt verði jafn góð. mig grunar að ég fái slatta af harssperrur á morgun er ég vakna en ætla í ræktina aftur í fyrramálið, Ásdís ætlar að mæla mig og vikta og það verður fróðlegt hvað kemur út úr því, segi kannski frá því næst er ég skrifa .
úff frostið eykst bara og krílin mín verða ekki úti á leikskólanum, ekkert mál segja fóstrurnar, ég mæti miklum skilningi hjá þeim, sem sagt áfram hlý föt og kuldagallar ég fer ekki út úr hússins dyr nema klædd í kuldabuxur, úlpu, húfu og vettlinga og sama með alla hina fjölsk meðliminna, kallinum mínum var kallt í vinnunni í dag hann var að vinna í bænum og var vel klæddur en ætla að klæða sig enn betur á morgun, já það er sko vetur hjá okkur og bara allt gott um það að segja.
jamm og jamm ég ætla að láta þetta gott heita í kvöld hafið það gott.
kveðja gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
151 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.