fyrri hluti helgarinnar

það er alltaf sama fjörið á þessum bæ og byrjar snemma að venju, Bríet Anna vaknaði korter í sex í morgunn úff voða snemma að mati mömmu hennar sem eins og venjulega hafði ekkert á móti því að sofa aðeins lengur þó svo að það hefði orðið klukkutíma lengur en ekki í boði þennan morguninn, og að venju þá er voða gott að kúra í smástund í stofustólnum í fangi mömmu með morgunkorn í skál og mjólk í glasi, það fór vel um okkur mæðginin, en ekki lengi því Bríet getur ekki verið lengi kjur á sama stað LoL hennar eðli er bara að hafa nóg fyrir stafni, og svo varð að athuga hvort Sölvi færi nú ekki að vakna, hún læðist að hurðinni hjá honum sem eru hallaðar aftur og kíkir inn og segir uss gegi ,sem þýðir Sölvi, sofa og hallar aftur hurðinni en ekki líður á löngu eða upp úr kl hálf sjö þá rumskar bróðir, Bríetar til mikillar ánægðu en Sölvi er bara ekki tilbúin í að æslast svona varla vaknaður og kúrir í mömmufangi og heldur fast og lengi um háls mömmu.

þegar barnaefnið byrjar þá er setið sem fastast í stofustólnum með morgunkorn í skál og mjólk í glasi og horft á gurru grís,litlu prinsessuna og halla og risaeðlurnar þetta er í uppáhaldi svo er farið að leika sér en stóra systirin lætur fara vel um sig.

ég er sammála einni vinkonu minni með að það er gaman að það sé byrjað að sýna aftur barnaefnið ,einu sinni var, það er mjög svo skemmtilegt og notalegar mynningar rifjast upp, myndgæðin ekki flott miðað við það sem er í boði í dag og tónlistin fölsk á köflum en frábært hvernig þetta er sett upp. og Gyða Dögg er mjög hrifin og hlakkaði til að sjá þáttinn í morgun og hlakkar til að sjá frammhaldið næstu laugardaga, reyndar voru Sölvi og Bríet að fylgjast vel með nánast alla myndina og kalla ég það gott þegar komið er í leik þá er í leik dágóða stund.

kallinn fór að vinna í morgunn og vann framm eftir degi, börnin sofnuðu að venju og sváfu til tvö og hálf þrjú,við ákvöðum svo að kíkja í bæinn til litlu systur Heiðars og fjölsk hennar en þau eiga dóttur á sama aldri og Gyða Dögg og svo strák sem er hálfum mán eldri en börnin okkar, samstiga þessar tvær fjölsk Wink nú okkur var að sjálfsögðu vel tekið og voru boðin í mat, Gyða Dögg var svo eftir og ætlum við að kíkja á morgun í bæinn og ná í hana, verst að veðurspáin er ekki góð og verður það ekki næsta sólahringinn að minsta kosti.

 við komum heim hálf níu og börnin gátu vakað alla leið heim og voru sofnuð fyrir níu í kvöld sem er klukkutíma seinna en venjulega en þetta skeður voða sjaldan að svefntímanum seinkar,það er best fyrir þau að hafa reglu á vissum hlutum sem er bara gott fyrirkomulag.

kallinn tók mynd á leigu,það gerist mjög sjaldann og keifti smá nammi, ég er að horfa á svona með öðru auganu ætla að fá mér svona eins og einn bjór FootinMouth kannski að ég Sleeping betur í nótt, það kemur einstaka sinnum að það sé keift ein kippa af bjór og að fá sér einn er voða notalegt, jamm ætli ég láti þetta ekki gott heita í kvöld.

gumpurinn bíður góða nótt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

151 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband