24.1.2008 | 22:57
sitt lítið af hverju
morguninn byrjaði að venju mjög snemma upp úr kl hálf sjö er Bríet Anna vaknaði og vaknaði frekar ílla, mamman vaknaði voða þreitt eftir slæma nótt, svaf lítið frá kl að verða tvö er jarðskjálftahrinan byrjaði, mikið svakalega er þetta óþægileg tilfinning sem kemur er drunurnar heyrast og svo hristist allt saman, gumpinum er mjög ílla við jarðskjálfta og hálku.
já alveg rétt dagurinn byrjaði sem sagt upp úr kl hálf sjö, Bríet vildi bara vera í mömmu fangi vildi ekki morgunverð, veðrið úti var ekkert spennandi kallt, vindur og snjókoma. pabbinn var vakinn kl sjö engin æfing þennan morgun svo hann svaf út eins og hann orðar það stundum, nú kl var rúmlega sjö og ennþá svaf Sölvi Örn við vorum að hugsa um að fara að ýta við honum en þá rumskaði hann voða letilega og vildi bara mömmu fang, hann kúrði þar í smástund, ekki fór mikið fyrir morgunverði þennan morgun frekar en aðra morgna hjá Sölva og Bríeti bara smá cheerios og mjólk en stóra systirin borðaði að vanda vel af morgunmat,jæja svo var drifið sig í föt og meiri föt og út en þá hafði veðrinu lagt og sú elsta rölti í skólann en þau litlu fengu far á sleða og það er sko ekki leiðinlegt.
þegar á leikskólann var komið og inn á deildina þá var rætt um að leifa Sölva og Bríet að prófa hvort þau vildu morgunmat, er við náðum í þau í hádeginu þá borðaði Sölvi aðeins morgunmat en Bríet nánast ekkert aðeins ávöxt, en sæmilega hádegismat, svo sváfu þau frá hálf eitt til rúmlega tvö, og voru bara nokkuð hress það sem eftir var dagsins
Gyða Dög er byrjuð að æfa fimleika og er semsagt helling er gera hjá henni æfingarnar eru þri,mið og fimmtudaga og æfingin er ca klukkutíma í einu, þar fyrir utan þá er hún tvisvar í viku í íþóttum í skólanum og einn tíma í sundi, hún er allavegana ánægð með þetta allt saman og það er fyrir bestu, matarlistin hjá henni hefur aukist mikið síðan hún byrjaði að æfa fimleikana sem er frábært því hún hefur alltaf átt erfitt með að hafa matarlist vegna magaverkja ,candidasveppurinn ræður ríkjum í maga hennar,svo er það migreni sem hefur verið að ágerast hjá henni, vonum að þetta fari nú allt að skána fyrst matarlistin er að koma eða svo segir læknirinn.
en nú er dagur að kvöldi komin kl er að verða elleftu og ég er búin að vera tvo tíma við tölvuna við að koma þessu frá mér ásamt að horfa á sjónvarpið fín dagskrá á skjá einum, horfi nokkuð mikið á þá stöð.
ætla nú að láta þetta gott heita í kvöld, ég bíð þá góða nótt og hafið það gott.
kveðja gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
151 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.