hugleiðing,,,,einelti og afleiðigar þess

það að hafa orðið fyrir einelti getur haft skelfilegar afleiðingar, sumir sem verða fyrir því taka  líf sitt, sumir geta unnið bug á því, og sumir geta ekki náð að vinna alveg úr því og eiga við ýmsa vanlíðan tengda því, gumpurinn varð fyrir einelti alla skólagönguna.

já og hélt að hann hefði náð að vinna úr því þar til fyrir rúmum fimm árum þá varð gumpurinn fyrir einelti af fullorðnum einstaklingi, sá einstaklingur niðurlagi og stríddi fyrir framan fullt af fólki í veislu langt frá heimahaga gumpsins, gumpurinn gat ekkert gert, gat ekki farið heim, hafði ekki öxl til að gráta við, gumpurinn drakk og drakk og drakk áfengi sem var í boði í veislunni, varð mjög veikur í nokkra daga á eftir, það liðu nokkrir dagar þar til heim var komið en ekki var gumpurinn búin að tjá maka sínum hvað hefði skeð, vegna þess að það rifjaðist upp eineltið sem varð í skólanum, þá hlustaði enginn og gumpurinn lokaði á tilfinningar til að tjá sig, það rifjaðist lika upp að þessi einstaklingur sem stríddi og niðurlagði í veislunni að það var búið að gerast smátt og smátt í mörg ár.

það að geta ekki tjáð sig er mjög slæmt, það hafði líka áhrif á tímabundið sambandslit við makann, makinn varð að slíta sig frá, það varð líka til þess að gumpurinn tók sig á og það er eitt það erfiðasta sem gumpurinn hefur lent í fyrir utan eineltið, þessir rúmu fjórir mánuðir sem gumpurinn bjó án makans voru ´mjög erfiðir það gerðist margt gott og miklar breytingar, makinn kom aftur inn í líf gumpsins þó svo að makinn hafði ekki farið langt hann var með annan fótinn heima.

seinna sagði makinn að þetta varð að gerast og hefði verið mjög erfitt fyrir sig og þetta hefði verið búið að vera lengi að gerast, ég er oft búin að hugsa um þetta og þakkað makanum fyrir að hafa hjálpað á þennan hátt, nú í dag getum við tjáð okkur og okkur líður mjög vel saman, ennþá á gumpurinn erfitt með að tjá sig við fólk, óöryggið nær oftast yfirhöndinni og þá fer allt í hnút.

þó svo að gumpurinn hittir fólk sem er ekki ókunnugt þá er þetta erfitt, ýmsar hugsanir koma framm, eins og kem ég vel fyrir, fæ ég að vera með í samræðum sem eru í gangi, verður mér svarað ef ég blanda mér í samræðurnar, oft er sett út á svörin, þannig að gumpinum finnst oft best að segja sem minnst.

með þessari hugleiðingu er ég ekki að dæma ykkur sem lesa þetta, ég bara varð að tjá mig um þetta, vegna þess að mig grunar að það vita ekki sem þekkja gumpinn að hann varð fyrir þessari erfiðu lífsreynslu, gumpinum finnst mjög gaman að kynnast fólki og spjalla, fara í heimsóknir og fá heimsóknir, því það skiftir öllu að eiga góða vini eða vin sem hægt er að spjalla og hafa gaman af lífinu, geta deilt gleði og sorgum, og að geta treyst hvort öðru, allt þetta er mjög mikilvægt.

með fyrir fram þökk fyrir lesturinn og að umbera gumpinn.

hafið það sem allra best kveðja gumpurinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

151 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband