þetta er allt að koma

það má nú segja að allt sé að koma í rólegheitunum ég er frekar bjartsýn að eðlisfari og krílin mín eru að verða nokkuð hress Smile komin líka tími til, þau vöknuðu rúmlega hálf sjö í morgun og borðuðu wetabix tóku lýsi og vítamín og að endingu pensilinið, eiga eftir ca tvo daga af því.

hef ekki þurft að sníta eða pústa auka í dag og það eru mikil framför frá helginni og undanfarna daga.

þau fóru á leikskólann í morgun og það gekk bara vel með þau eftir langa fjarveru, matarlistin svona la la í leikskólanum, þau sváfu svo í dag frá rúmlega hálf eitt til rúmlega tvö Sleeping þau voru ótrúlega góð í dag, ekki að þau séu alltaf óð en í dag fór ekket fyrir þeim, þau léku sér aðalega í stofu sofanum með bíla,  cheerios og rúsínur, mamman útbjó kvöldmatinn í rólegheitunum, reif niður karteflur og skolaði sterkjuna úr þeim setti í sigtipottinn reif svo gulrætur, brokkolí og blómkál og gufusauð með karteflunum, setti fisk í pott ásamt sveppum en ekkert vatn,gufusíð á litlum hita og mjög gott að borða.

krílin fóru svo að sofa rúmlega hálf átta, og sú elsta kl níu, bóndinn fór til Keflavíkur á box æfingu og er nýkomin heim, sagði að veðrið væri orðið slæmt annars fer hann á heræfingarnar þrisvar í viku fór í morgun en langaði voða mikið til að fara á aðra æfingu.ætlar sér að vera í fanta formi.

annars er bara allt ágætt að frétta, gumpurinn glímir við orkuleysi og vantar þar af leiðandi svefn og orku, þigg góð ráð Grin jæja ætli ég láti þetta ekki gott heita í kvöld, ætla að horfa á seinni fréttir og veðurspána hún er víst ekki góð fyrir okkur næsta sólahringinn.

ég bíð ykkur góða nótt og sofið vel, ég stefni alltaf á góðann nætursvefn Sleeping.

kveðja gumpurinn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

151 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband