20.1.2008 | 21:26
tónleikar
mér var óvænt boðið á stórtónleika til styrktar krabbameins sjúkum börnum, góð vinkona mín hringdi í mig í dag og bauð mér, tónleikarnir byrjuðu kl fjögur í Háskólabíói og þar komu framm helsta tónlistarfólk Íslands tónleikunum lauk kl hálf sjö, ef satt skal segja þá voru þetta fyrstu tónleikar sem gumpurinn fer á þetta var æðislegt við vorum á góðum stað, fjórða sætaröð og vinstra megin við miðju.
flestir flytjendur tóku tvö lög,fyrstir á svið voru Stebbi og Eyvi tvö róleg lög svo kom Jogvan með gitarinn ég reindar þekkti hann ekki strax en hann er þræl skemmtilegur grínaðist á færeysku og íslensku tók færeyskt rasmus lag og svo lag sem er á disknum hans, þarna komu einnig framm Friðrik Ómar svakalegt hjá honum á píanói og trommu sóló, Sniglabandið, Klaufar og með þeim lítill gutti með gítar hann stal senunni þó svo hann spilaði í þykjustunni, Birgitta Haukdal, Hara systur ekkert smá hressar, Garðar Thor Cortes vá þvílík rödd ég hélt að ég mundi svífa upp úr sætinu var með svo mikla gæsahúð er ekki hissa á að hann sé svona mikið eftir sóttur, svo tóku Friðrik Ómar og Jógvan lag saman lag sem Wham gerði vinsælt, Nælon flokkurinn tók eitt lag og eitt lag með Sniglabandinu lagið um Britney Spears mjög flott, Páll Óskar endaði tónleikana alveg svakalega flott hann er bara flottur nær þvílíkri stemmingu.
ég held að ég hafi nefnt alla sem komu framm, þetta var ógleymanlegt, alveg rétt ég gleymdi næstum Ragnheiði Gröndal hún söng tvö róleg og góð lög og spilaði á píanó, enduðum svo að koma við á American Stile á heimleið, gumpurinn fékk sér gott kjúkklingasalat.
kallinn sá um börn og bú á meðan og gekk það auðvitað vel, börnin litlu voru sofnuð er ég kom heim kl átta, sú elsta er að fara að sofa, við hjónakornin ætlum að hafa það notalegt í kvöld, veit ekki ennþá hvort börnin fara í leikskólann í fyrramálið þau hefðu alveg mátt borða betur, en þetta kemur vonandi fljótlega hjá þeim.
ætla að láta þetta gott heita í kvöld, hafið það gott.
kveðja gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
151 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.