dagarnir renna saman í eitt

það má nú segja að dagarnir hafa runnið saman í eitt síðan síðast, krílin mín eru smátt og smátt að hressast eru búin að vera hitalaus síðan á mánudag, aðeins minna um að sníta og orkan er aðeins meiri, en ekki mikil matarlist borða helst það sem er mjög mjúkt og drekka vel, þau hósta hinsvegar mikið ennþá, veit ekki ennþá hvort þau verða leikskóla hæf eftir helgi, veit að það verður ekkert mál að hafa þau inni og að þau verða hætt að smita af streftakokka, en það kemur bara í ljós Wink

bærinn okkar hefur aldeilis tekið stakka skiftum síðustu daga, fyrst snjóaði allt á kaf og alltaf kemur það jafn mikið á óvart hjá svo mörgum ef það kemur smá snjór mikill snjór, allt ætlar um koll að keyra, fólk æðir út um allt eins og beljurnar þegar þeim er hleift út að vori, þó svo að það sé brýnt fyrir fólki að halda sig nú heima við, nema brýna nauðsin beri við svona á meðan veðrið gengur yfir.og allir jepparnir sem flykkjast í bæinn í von um ævintýra leiðangur,Grindavík og Vestmannaeyjar komin á kortið vegna óvenjulega mikilla snjóa,þessir staðir eru víst mjög snjóléttir staðir en það snarbreittist á örstuttum tíma.

minn maður ásamt fullt af öðru björgunarfólki hafa verið mikið við að hjálpa fólki við hin ólíklegustu aðstæður, ekkert að því að hjálpa fólki en sumir læra bara ekki af og halda ótrauðir áfram og treysta á björgunarsveitina svo frétti ég að unlinga deildin hafi boðist til að

aðstoða eldri borgara og veikt fólk bæði við að moka frá og skreppa meira að segja í búðina það er bara frábært, en heyrði líka af fólki sem misnotuðu þessa duglegu krakka, fólk sem ekkert var að það hreinlega nennti ekki að moka frá og fara í búðina, svei og svei segi ég nú bara Devil verð bara reið.

við höfum verið að komast smá bíltúr á hverjum degi, það verður nú að fylgjast með gangi mála í bænum, ekki langir bíltúrar en mjög gaman fyrir alla, bíllinn hristist og hristist og vekur mikinn hlátur,hjá börnum, og allur snjórinn sem hleðst upp  ekkert smá, vörubílar að keyra snjó í höfnina af helstu götum bæjarins, loksins eitthvað að gera hjá þeim sem eiga moksturs tæki.

fór í búðina á þriðju daginn og það var frekar tómlegt um að litast, verslunar stjórinn var alveg gáttaður, er ég spurði um brauð, ég sagði við hann að ég héldi að fólkið hér í bæ haldi að það væri að vera innsigla og mundi ekki komast í búð á næstunni og það væri að birgja sig upp, öll veður stittast upp einhvern tímann og göturnar verða lokaðar svo er alveg hægt að taka með sér sleða eða snjó þotu í búðina sá reindar einn mann koma úr búðinni og setja á snjó þotu, fín hugmynd.bakaði brauð og það smakaðist vel að sjálfsögðu Smile

hér er allt með kyrrum kjörum, litlu krílin sofnuðu kl átta borðuðu rúmlega sjö, dálítið of seint vorum að bíða eftir heimilisföðirnum hann var að koma úr,smá jeppaleiðangri rétt fyrir utan bæinn, svo var farið í bað og ekki veitti af, að skrúbba af sér fastann hor og matarleifar úr hárinu,höfðum spaghetti og nautahakk með fullt af grænmeti og sósu,fór vel í fólkið að sjálfsögðu.

eftir að krílin voru sofnuð þá var sett mynd í tækið og fyrir valinu er þriðja sjóræningja myndin, elsta dóttirnin sofnaði fljótlaga í fangi pabba síns, kallinn er ennþá að horfa á myndina ég kíki aðeins með öðru auganu, á meðan ég  blogga, ætlað nú að fara að enda þetta, er orðin frekar lúin eftir anna saman dag börnin sá alveg til þess að mamma þeirra hefðu nú eitthvað fyrir stafni.

ég ætla nú að bjóða ykkur góða nótt kæru vinir og vandamenn hafið það sem allra best heyrumst fljótlega.

kveðja gumpurinn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

151 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband