15.1.2008 | 23:04
það leynist draumur
gumpurinn á sér draum og sá draumur er að gerast bóndakona langt upp í sveit, veit að kallinn væri alveg til í að gerast bóndi, við höfum verið svo heppin að kynnast sveitinni og ýmsum störfum , sem börn og framm á unglingsaldur fórum við í sveit strax að vori, þá var skólinn miklu styttri, og komum heim í september, vorum reyndar ekki á sama bæ fyrr en leiðir okkar lágu saman þá fórum við eitt sumar saman norður í Bárðardal.á sama bæ og kallinn var búin að vera mörg sumur.
og höfum farið hvert sumar saman í tuttugu ár, og það finnst okkur vera það besta sem hægt er að gera, þar hlöðum við batteríin, erum eitthvað svo langt frá ysi og þysi bæjarlífsins, rólegheitin og kyrðin, sveitailmurinn öll dýrin og sveitamaturinn þetta er bara þvílík sæla.
börnin okkar eru mjög hrifin af sveitinni og það er mikil tilhlökkun þegar sumarið nálgast og styttist í ferðalögin og sveitinna, höfum reynt að heimsækja húsdýragarðinn þegar frí gefst og veður gott,
að gerast bóndi með dýr og allt það er víst ekki auðvelt í nútímanum, það er svo margt sem þarf að læra svo er víst ekki mikið til að lifa á, á sveitinni eingöngu, margir bændur verða nú að hafa auka vinnu með svo hægt sé að lifa á mannsæmandi launum, en þá er bara að gera eins og við, gerast bændur þegar við komum upp í sveit og taka þátt í daglega lífinu sem þar er.
og í þessa sveit erum við velkomin hvenar sem er og getum verið eins lengi og við viljum, okkur finnst við vera mjög heppinn, hugsið ykkur hvað börnin og þið líka hefðuð gott af að komast í góða afslöppun en þurfa svo að borga fyrir það , já það er víst hægt að koma börnum í sveit og borga helling fyrir sem þótti svo sjálfsagt ekki fyrir svo mörgum árum að börn færu í sveitinna.
annars er dagurinn í dag búin að vera svipaður og hina daganna börn sem hafa litla orku til að leika sér,og vilja komast út,horfa mikið út um gluggann og segja njó,njó en fórum í smá bíltúr í dag og sjá svona hvernig umhorfis væri í bænum eftir alla þessa snjókomu, og mikið var nú gott að komast aðeins úr þessu umhverfi og í bílinn,það var passað upp á að hann væri heitur og börnin höfðu gaman af öllum hristingnum, þau hafa verið hitalaus í sólahring og eru ennþá og vonandi verður það áfram, ekki mikil matarlist í kvöld frekar en venjulega en Bríet borðaði betur en Sölvi það var soðinn fiskur með sveppum í einum potti og rifnar karteflur, gulrætur,brokkolí og ostur í sigtipottinum já það er allt annað að elda í pottunum sem við fjárfestum í haust og kallast Salet Master veit ekki alveg hvernig það er skrifað en þeir eru dýrir en maturinn er miklu betri.
börnin sofnuðu upp úr kl átta í kvöld, kallinn fór á rúntinn með fleirum köllum og ég ætla að hafa það mjög notalegt, ætla að skella mér í sturtu og koma mér í bólið rétt bráðum, þetta er orðið nokkuð gott í kvöld, ég bíð ykkur góða nótt og látið ykkur líða vel.
kveðja gumpurinn.
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
151 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.