14.1.2008 | 20:18
meiri snjó,meiri snjó,meiri snjó
æðislegt að fá allann þennan snjó,og áfram haldandi snjókoma.
kallinn er búin að vera í starfi björgunarsveitarinnar síðan kl 7 í morgun og verður framm á kvöld og finnst það ekkert leiðinlegt að ösla snjóinn,hann skellti´sér fyrst á heræfinguna kl 6 í morgun kom heim rúmlega hálf átta í sturtu og aftur út í hríðina,hann kom reyndar heim um fjögur leitið og fór með Sölva Örn til læknis,jamm streftakokka og pensilin takk fyrir og lét Bríeti Önnu fá pensilin hún er örugglega með þetta líka sagði læknirinn,krílin eru dugleg að skiftast á glösum,dóti og tannbustum og þetta er víst bráðsmitandi,veit að þetta er búið að ganga lengi á leikskólanum,var einmitt að spjalla um þetta við eina af fóstrunum á deildinni þeirra og við vorum samála um að þegar svona tilfelli koma upp þá þyrfti að gera ráðstafanir strax það er erfitt að uppræta svona þegar fólk leiðir þetta hjá sér.
dagurinn var frekar þreittur hjá okkur heima,Gyða Dögg vaknaði í morgun með magaverki og ég hringdi upp í skóla,var eiginlega búin að ákveða í morgun áður en hún vaknaði að senda hana ekki í skólann vegna veðurs,svo var mér tilkynnt þegar ég hringdi að skólanum yrði aflýst,en heyrði það ekki í fréttum kl 8 held að ég hafi heyrt það í hádegisfréttum,svo hafa krílin verið rellinn í dag og mamman bara búin að sníta,hugga gefa stíla,hóstasaft og pústa ásamt mjúka ávexti og vatn að borða,þau voru svo sofnuð kl sjö í kvöld,og Gyða Dögg sofnaði stuttu seinna,ég ætla bara að hafa það voða næs í kvöld,glápa á sjónvarpið og bíða eftir bóndanum,veit ekkerthvenar hann kemur heim,ég væri sko alveg til í að vera úti á rúntinum með honum í björgunarleiðangrum það er bara gaman að ösla snjóinn en það verður bara að bíða betri tíma,svo er ég að kynnast fleirum tvíburamömmum á msn ég var pikkuð inn á spjallsíðu og það er bara fínt,alltaf gaman að kynnast fleirum tvíburaforeldrum.
jamm gumpurinn biður bara að heilsa í bili og látið ykkur nú líða vel
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
151 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.