krílin aftur að versna. skráði kallinn í herþjálfun

já ég bara spyr,var að vona að börnin væru að ná sér af veikindunum en nei þau eru að versna aftur,sama hversu vel hlúað er að þeim,Sölvi Örn var komin með hita í morgun og var ennþá með hita er hann var mældur rétt fyrir svefn 39,6 var hitinn,og gröft í augun,fullur af kvefi og hósta,ætla að ath með tíma hjá lækni í fyrramálið,læknirinn bað mig að hafa samband ef þetta mundi versna aftur,Bríet Anna er líka að fyllast af kvefi aftur en er ennþá hitalaus.

annars vöknuðu þau hálf sjö og sjö í morgun,mamman dröslaðist á fætur,hefði alveg getað Sleeping lengur,skreið reyndar upp í rúm rétt rúmlega átta þá var Gyða Dögg vöknuð og hún ætlaði að líta eftir systkinum sínum,ekkert mál mamma mín sagði hún,eins og alltaf,ég ætlaði bara aðeins að kúra hafði hurðina opna svo þau gætu kíkt inn,sem þau gera oft,kl rúmlega níu fór pabbi þeirra framm eftir að þau voru búin að spjalla aðeins við hann,ég ætlaði aðeins að kúra lengur sagði ég en steinsofnaði og vaknaði rétt fyrir kl tólf,henntist upp úr rúminu fannst samt að ég hefði rétt blundað,er ég kom fram vel sofin að mér fannst þar til dagurinn var að nálgast kvöldmat,ég spurði afhverju ég hafi ekki verið vakin fyrr,nú ég ætlaði bara að leifa þér að sofa,þú sem sefur svo ílla á næturnar,sagði minn hugulsami eiginmaður sem var að gera æfingar með elsta barninu á gólfinu.

ég ætlaði ekki að vera vanþakklát en að fá að sofa svona lengi það gerist einstaka sinnum að ég dormi framm eftir morgni um helgar,við hjónin höfum skifts á að vakna með börnunum þegar bóndinn er ekki að vinna um helgar,en sofum ekki framm að hádegi mesta lagi til kl tíu.

dagurinn var frekar slappur hjá börnunum,en við kúrðum og höfðum það notalegt,fórum skotferð til Reykjavíkur,bóndanum vantaði nýja æfingaskó,hann var skráður á tíu vikna heræfingaþjálfun þrisvar í viku og um það sá konan hans LoL búin er ein vika og það hafa harsperrur gert viðvart í fótunum,þetta er bara gaman og erfitt en svona á það að vera segir hann.

og svo ætlar hann að reyna að komast á box æfingar í Keflavík með heræfingunum,það á að taka á því og koma sér í form,ekki svo að konan hans sé að kvarta nei og nei bóndinn er í fínu formi,hann fær slatta af æfingum þegar hann kemur heim úr vinnu,börnin sjá um það.

það er verið að hoppa á maganum láta lyfta sér og veltast um,mjög svo skemmtilegt fyrir alla,þannig að kallinn er í fínu formi en hann vill bæta um betur,er undir þrístingi frá einhverjum æfingafélögum að keppa á hreistimóti um páskanna,hann er ekki búin að taka ákvörðun,það er ekki verra að hugsa sig vel um áður en sú ákvörðun verður tekin.

vona að dagurinn á morgun verði aðeins betri en í dag,allaveganna þá snjóar og það er tilhlökkun hjá Gyðu Dögg vonandi hennar vegna og annara barna að snjórinn verði eitthvað lengur en bara í smá stund,annars finnst okkur öllum hér gaman af snjónum,en litlu krílin það litla sem þau hafa kynnst snjónum er auðvitað gaman,en geta víst ekki leikið sér af honum á næstunni,inniveturinn hjá þeim þennan vetur segir læknirinn,en við höldum í vonina að þetta fari nú að lagast.

jæja verð að fara að hætta Bríet Anna er vöknuð og hún vill bara mömmu sína,ég bíð góða nótt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

151 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband