lífið í dag

morguninn hefði alveg getað byrjað betur,það var það sem gumpurinn mátti búast við,allur lurkinn lamin,börnin vöknuðu nú kl að verða sjö í morgun já það er aðeins að lengjast sá tími sem þau sofa á morgnanna Sleeping ekki verra það,Sölvi Örn hóstaði helling í nótt og það var ljótur hósti í honum,æææ og ég sem hélt að hann væru að verða nokkuð góður en þetta ætlar heldur betur að verða langdregið,og Bríet Anna er ennþá slöpp,þau eru búin að vera frekar lítil í sér í dag en sváfu frá eitt til rúmlega tvö í dag,.

þá birtist frænka sem kom með í gönguferðina í gærkveldi,og með henni tvíburasynirnir þeir eru voða góðir og stiltir strákar,það tók þá smátíma að vilja að leika það var ekki fyrr en dótakassinn kom inn í eldhús að þeir könnuðu innihaldið og krílin mín með,það var góður leikur hjá þeim öllum.

þau yfirgáfu okkur rúmlega fjögur,og við tók smá barningur hjá mínum börnum,þau voru frekar þreitt,mamman ákvað að hringja í pabbann og ath hvort hann væri að koma heim,jú það er að stittast,og það urðu fagnaðarfundir þegar hann byrtist í dyragættinni,mamman ákvað að drífa af að útbúa pizzu auðvitað holla og góða,og hún rann ljúflega í fjölsk,en litlu krílin eru ekkert hrifin af svoleiðis mat ennþá,þá er bara að fá sér hafragraut hann er miklu betri,svo var farið í bað og þar er alltaf fjör,drifið svo í náttföt,pústað,bustað og hóstasaft,eftir svona eina sögu með pabba sínum þá lá leiðin upp í rúm með pelann sinn,og ennþá sofa þau og vonandi í alla nótt þó svo að mig grunar að hóstinn í börnunum eigi eftir að vekja þau í nótt og mamman á ekki auðvelt með að sofa þegar börnin eru lasin Undecided

það sem eftir er kvöldsins ætlar gumpurinn að skella sér í sturtu,kíkja kannski aðeins á sjónvarpið og fara snemma í bólið,morguninn byrjar örugglega snemma í fyrramálið,hafið það sem allra best og góða nótt Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

150 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband