11.1.2008 | 22:46
gönguferð hvað var það nú aftur
í kvöld var ákveðið að rifja upp hvað fælist í að fara í gönguferð,já það er orðið svo langt síðan að ég fór í slíka ferð að ég ákvað í dag að hringja í frænku mína og plata hana með,ekkert mál var svarið´hinum megin á línunni,við frænkurnar hittumst stundum og þá í búðinni og nefnum ávalt að það er löngu komin tími á gönguferð.
rétt fyrir kl átta í kvöld þá dreif gumpurinn sig í nýju útifötinn sem voru jólagjöf frá bóndanum, bar á sig kuldakrem,sem er bráðnauðsynlegt þegar haldið er út í frost eins og er núna,hélt heim til frænku og svo var arkað af stað reindar í rólegheitunum,við fórum út um allann bæ og vorum tæpa tvo tíma,og töluðum látlaust allann tímann og höfðum getað talað saman alla nóttina ef út í það hefði farið,og ákveðið var að hittast fljótlega aftur,annaðhvort í heimsókn eða aðra gönguferð.
veit ekki alveg hvernig skrokkurinn verður á morgun,þetta er ekki það besta sem gumpurinn bíður sjálfum sér,lendi aftur og aftur í því að vera að drepast eftir gönguferðir þó svo þær séu styttri,en gumpurinn þrjóskast við,það er bara svo gaman og gott að komast í gönguferðir bara með því skemmtilegra sem er gert þegar ekki er verið heima að hugsa um börn og bú,þegar útivistarleyfi fæst.
annars er bara allt í rólegheitunum hér,Bríeti gengur voða hægt að batna vaknaði rám í morgun,er nokkuð hress hefur ekki fengið aftur hita,matarlistin er aðeins að koma,en Sölvi er nokkuð hress,þau eru dugleg í hermikrákuleik það sem annað gerir það gerir hitt og ef annað meiðir sig eða grætur þá gerir hitt það sama,og oft bara fyndið að sjá þau saman,jæja ég læt þetta duga í kvöld,ætla að horfa á Taggart og láta mér líða vel,gerið þið það líka,góða nótt.
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
150 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.