hlutirnir gerast hægt en gerast þó

já það er alveg satt,Bríet Anna mín byrjaði að versna aftur s,l. helgi en hefur verið að koma hægt og hægt til í tvo daga,hitalaus og síðustu tvær nætur hefur hún sofið án þess að vakna,sem er mikill munur frá því sem verið hefur.

já nú kom þetta punktur og enter,takk Birgitta fyrir ábendinguna, tölvukunnáttan mín og stafsetning er ekki mín sterka hlið,það er alltaf gott að fá ráð og ábendingar,við þurfum svo að fara að hittast Wink.

dagarnir hafa verið sem sagt slappir og meira að segja þá varð gumpurinn veikur á mánudaginn,það gerist voða sjaldan að gumpurinn verður veikur,kvöldið áður eru að koma magaverkir en þeir hafa verið að ágerast síðustu daga,ekki mikið sofið,og morguninn eftir þá bættist við ennþá meiri höfuðverkur...og  Sick og beinverkir,se betur fer þá er bóndinn ekki farin að vinna í bænum svo hann kom Sölva á leikskólann og Gyðu í skólann,gumpurinn gat lítið sem ekkert gert en varð nú samt að reyna eitthvað.

leysibostóllinn varð hvíldarstaður okkar Bríetar,hún var mjög slöpp og við láum þarna og kúrðum það sem eftir varð dagsins,og Bríet gat sig lítið hreift,skrítið hún sem er alltaf á hreifingu,situr ekki lengi á sama stað.

eftir leikskóla þá sofnaði Sölvi í ca klukkutíma og vorkenndi voða mikið mömu sinni og litlu systur,varð nú að fá að kúa líka og kyssa og knúsa okkur Heart hann er mikil tilfinninga vera og er reindar mikið fyrir að knúsa og kyssa. svo var Gyða heima og hjálpaði mikið til,ég er mjög heppinn að eiga svona duglega stelpu,hún hefur reynst mér þvílík hjálparhella .

bóndinn kom heim um kl sex og tók við þvílíkri óreiðu að það mætti halda að flugeldasýning hafi verið haldin heima,en það er nú allt í lagi,hér heima má alveg leika sér, við hjálpuðumst að við að koma mat í börnin,Bríet borðaði lítið ásamt mömmu sinni en hinir meðlimir fjölsk borðuðu vel og svo var komið að hátta,bursta,ásamt smá leik og sögu fyrir svefninn.

mikið var nú gott að leggjast upp í rúm og Sleeping það gerðist kl átta um kvöldið, gumpurinn tók verkjatöflur og rotaðist,en vaknaði með Bríeti rúlega eitt og þá var hitinn rétt rúmlega 38 og þá varð bara að stíla aftur,samkvæmt læknisráði þá átti ekki að bíða með að hitinn yrði hærri,hún fékk nefninlega slæmt hitakast vikuna á undan sem olli miklum áhyggjum hjá móðir og lækni og úr því varð að við vorum send á barnaspítalann og lungnabólgan kom í ljós,    nú við fórum svo framm í stofu og settumst  í stólinn góða,vafðar inn í teppi og pústið tekið upp,svo varð kúrt á meðan hóstameðalið var látið virka,eftir svona ca hálftíma þá stundi Bríet mín upp,  mamma ég boðða , sem þýðir borða og mikið varð mamma glöð,við röltuðum framm í eldhús og opnuðum krukku með ávöxtum.

já Bríet hefur aðeins vilja borða barnagraut og ávexti í krukkum á meðan hún hefur verið veik,mjúkt að kyngja og þarf ekki mikið að borða til að fá góða næringu,þetta er enn eitt ráðið sem okkar frábæri barnalæknir hefur bent okkur á.

Bríeti leið greinilega miklu betur,hún spjalli mikið,það var æðislegt að sjá að húna hafði aðeins hressast og gat borðað eina stóra krukku af Hipp ávaxtamauki,svo fékk hún smá mjólk í pelann og sofnaði til rúmlega sjö, og það var miklu betri líðan hjá gumpinum morguninn eftir en samt slappleiki,og afgangurinn af deginum var góður,Bríet var miklu hressari og hitalaus um kvöldið.

en sama dag þá þurftum við Gyða Dögg að fara til læknis,hún var farin að finna til í hælnum og þar hafði verið að myndast eitthvað þykkildi,læknirinn skoðaði og sagði að hann ætlaði að reina að opna þetta en bað Gyðu Dögg að láta sig endilega vita ef hún fyndi til.svo spjölluðu þau um skóla og jólafríið og ekki kvartaði hún hið minsta og læknirinn var hissa,það er víst ekkert voða gott að láta skera svona út úr,hann hrósaði henni mikið,náði þessu úr og sagði að hún hefði greinilega stungið sig á flís eða einhverju álíka svo höfðu frumur útilokað aðskotahlutinn og aðskotahlururinn var farin að koma út úr hælnum,þetta var farið að aftra göngu hjá henni,svo átti að fá sérstakan plástur með púða sem hægt væri að klippa til og hafa á í nokkra daga,og nú er göngulagið allt annað.

dagurinn í gær var Reykjavíkurferð í eftirlit hjá læknirinum sem setti rör og tók nefkirtla,þetta leit vel út,hann hlustaði Bríeti vel og gaf góð ráð,allt í lagi að fara á leikskólann ef hún yrði hitalaus morguninn eftir,við eigum að koma aftur eftir hálft ár.

og hitalaus var Bríet Anna í morgun,við fórum á leikskólann,og innivera á leikskólanum er skilirði sagði læknirinn,allt gekk vel og dagurinn góður,komið er kvöld eða nótt og tími til að koma sér í háttinn,hafið það sem allra best þar til næst Sleeping sofið vel það ætla ég að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

150 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband