
já það er alveg satt,ég var búin að skrifa helling og ætlaði svo að vista og birta,en þá kom upp villa,ég þurfti að skrá mig inn aftur

ég skoðaði allt voða vel,er reindar ekki með mikla tölvukunnáttu

en allt hvarf af skjánum mig til mikillar

og ég bara slökkti á tölvunni og upp í rúm,það var reindar komin tími á svefn kl var hálf ellefu,en sofnaði ekki fyrr en um miðja nótt,og vaknaði svo kl sex,það var frekar erfitt

svona hefur mér liðið í dag langaði svo að fara að sofa,en á meðan börnin sváfu frá hálf eitt til að verða tvö þá lagði ég mig í stofu sófann,Gyða Dögg var að lesa fyrir okkur foreldrana og ég man voða lítið eftir því,en pabbinn hlustaði svona með öðru eyranu,hann allaveganna kvittaði í heftið,Gyða Dögg er búin að vera dugleg að lesa í jólafríinu,stutt í prófin og hún ætla sér að ná því sem stefnt er að,þarf reindar ekki mikið að hafa fyrir því að læra,öfugt við foreldranna,ég var góð í lestri og landafræði,og Heiðar í stærfræði,jamm þannig er nú það,við mæðgurnar skelltum okkur til Keflavíkur í gærmorgun á útsöluna í Regatta,þar biðu okkar tvær úlpur,fyrst var stelpuúlpan mátuð hún var akkúrat mátuleg,en bláa stráka úlpan hafði vinninginn,aðeins stærri og flottari á litinn,það er búið að vera nokkuð langt tímabil hjá Gyðu Dögg að hafa föt og dót strákalegt,sem er bara fínt,svo á hún mjög góðan vin,Skúli heitir hann og býr ekki svo langt frá,þau hafa verið vinir lengi og hann er alltaf til í að leika með alskonar dót,líka stelpudót,og gæludýrin hans fá oft að vera með,hundar,froskar og ég held eitthvað meira,hann var búin að vera úti á Spáni yfir jól og áramót,kom heim í fyrrinótt,og þvílikir fagnaðar fundir er hann kom í gær, það er bara komið heim til að sofa ,svo aftur að leika,í morgun fórum við Bríet Anna til læknis,það kurrar ennþá í henni og hún kláraði penselínið í gærkveldi er búin að vera í hálfann mánuð,svo mættum við á heilsugæslunna,læknirinn rétt ókominn,við vorum fyrstar svo kom neiðarkall hjá lækninum og hjúkunarkonunni,rétt áður en við áttum að fara inn til hans,læknirinn kom samt og heilsaði upp á okkur og sagði hvað kom upp á,við máttum bíða en hann vissi ekki hvað langann tíma þetta tæki,ekkert mál sagði ég við værum ekkert að flýta okkur,Sölvi væri á leikskólanum,svo fórum við að kubba,og bara gaman,ég fékk kaffi og Bríet vatn,eftir smástund kom hinn læknirinn og spjallaði við okkur,hann tjáði okkur að hann gæti nú alveg litið á okkur ef við vildum,það gæti orðið langur tími þar til hinn læknirinn kæmi,ok við slóum til,hann tók vel á móti okkur,hlustaði Bríeti vel og lengi,jú það passaði það eru ennþá ljót hljóð í lungunum,og vildi láta hana hafa sama pensilínið en aðeins daufari stirkleika, í viku til viðbótar og ekki út að leika alla næstu viku,

leiðinlegt fyrir barnið,eins og henni og bróður hennar finnst gaman að vera úti,svo var komið að mér,satt að segja þá vildi ég bara tala við hinn læknirinn um vandamálið,ég hef nánast alltaf farið til hans síðan hann kom hingað einhverntíman í fyrra,og líkar vel,en ég ákvað að segja frá vandanum,ég var ekkert sérstaklega ánægð,hann hlustaði en það sem ég hafði mestar áhyggjur af þ.e.a.s.mikill svimi,púlsinn of hár,svefnleysi og mikil þreita það vildi hann ekki tala um, , þannig að ég pantaði annann tíma hjá hinum læknirinum og fer til hans á þriðjudaginn,átti að koma aftur næsta miðvikudag en ég afpantaði hann,þarf að fara með Gyðu Dögg til læknis og við förum bara saman,jamm svona fór um þá ferð á heilsugæsluna,annars gekk allt fínt í dag,fjör í börnunum,þau sofnuðu á sínumtíma,ég ætla að vera komin upp í rúm ekki seinna en ellefu,ég læt þetta nægja í kvöld,gumpurinn kveður og bíður góða nótt

vonandi verður svefninn betri í nótt,gumpurinn er bjartsýnn engin ástæða til að halda annað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.