TOPP MOTEL HVAÐ OG AFTUR Í LEIKSKÓLANN

þá er enn einn dagur að kveldi komin,annar dagur ársins og svo ótalmargt hægt að framkvæma á nýju ári,núna er ég með augun á skjá einum,í kvöld byrjaði ný þáttaröð að topp motel,Wink gumpurinn hefur fylgst með nokkrum þáttaröðum og haft bara gaman af,en NEI ekki til í að vera í sporum þessara stelpna,ég hef einnig fylgst með þáttum sem eru því miður ný hættir þeir voru á eftir topp motel og heita,hvernig þú getur litið vel út nakin Blush alveg frábærir,sú þáttaröð hefur fengið mig til að líta öðruvísi á mig en ég gerði,væri mikið til í að fá smá ráðleggingar frá þessum gaur,já það er alveg óhætt að segja að sjónvarpið hafi mikil áhrif á líf fjölda fólks, en dagurinn byrjaði vel,krílin vöknuðu hálf sjö og bara vel sofin og hress,við röltuðum svo á Grin leikskólann,í þessu líka fína veðri,og meira að segja þá komst faðir þeirra með,er ekki byrjaður aftur að vinna við Höfðatorg í Reykjavíkinni,en alltaf brjál að gera hjá honum í vinnunni,mikið voru þau glöð að komast á leikskólann hafa ekki farið í rúman hálfan mánuð vegna veikinda,Sölvi Örn var ekki lengi að finna sér dót en Bríet Anna var aðeins feimin en settist svo hjá bróður sínum,ég kom mér heim og ákvað að kíkja í fréttablaðið en Gyða Dögg var ennþá sofandi,svo upp úr kl 9 ákvað ég að leggjast upp í rúmSleeping og dorma aðeins stuttu seinna kom heimasætan upp í og kúrði aðeins hjá mér,spjölluðum aðeins svo sofnaði ég til 11 ekkert smá gott að hafa fengið smá lúr,eftir hádegi þá sváfu krílin í tæpan klukkutíma og voru nokkuð hress það sem eftir var dagsins,ætlaði að hafa soðin fisk í kvöldmat en þegar hann var að byrja að þiðna þá kom vond likt af honum,svo það var gripið til þess að hafa egg í brauði ásamt niðurskornu grænmeti og tómatsósu,börnin voru sofnuð kl hálf átta og heimasætan er að tía sér í rúmið,vinkona hennar gistir hjá henni ég á von á að þær muni spjalla eitthvað þegar upp í rúm er komið,kallinn minn er að vinna eitthvað við bílinn,ég ætla að skella mér í sturtu og skríða svo upp í rúm,stefni að því að fara til keflavíkur í fyrramálið,ætla að fara í versl regatta og fá úlpu á Gyðu Dögg,hringdi í dag og stúlkan sem ég talaði við var svo almennileg að bjóðast til að taka frá þessar tvær sem voru til á útsölunni,ein stráka og ein stelpu úlpa,nú kallinn var að koma heim,gumpurinn kveður í kvöld,sofið vært,ég stefni á það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

150 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband