
þá er komið að því eftir langa umhugsun þá er bloggið orðið að veruleika,ætla að hafa gaman af og nenna þegar ég nenni að skrifa,ekki seinna að enda gamla árið á að byrja á einhverju nýju,það er oft svo margt sem gumpurinn hefur byrjað nýtt ár á einhverju nýju að það er bara gaman að enda árið á að byrja að blogga,en nó um það,dagurinn byrjar alltaf snemma á þessum bæ,börnin,þau yngstu,Sölvi Örn og Bríet Anna vakna nánast á sama tíma ca kl sex,eru reyndar oftast sofnuð hálf átta á kvöldin en í dag tóku þau upp á að sofa vel og lengi eftir hádegi,og sváfu til korter yfir fjögur,þetta gerist sjaldan en þau sofa frá ca kl eitt til tvö eða hálf þrjú,þannig að við ákvöðum að fara á rúntinn í þessu líka fína veðri,snjókoma og rok,miklu skemmtilegra en í rigningu og roki,og bara skemmtilegt,fundum reindar ekki neina skafla en náðum að máta spottann í smábíl og draga,svo áður en við vissum af þá meina ég að mjög skjótt breyttist snjókoman í rigningu

en þá var komin tími til að fara heim kl að verða sjö og komið að kvöldmat sem samanstóð að hafragraut í forrétt,ok en börnin finnast hann mjög góður og voru orðin svöng,svo í aðalrétt var kjúkklingaréttur mjög vinsæll réttur hér á bæ,börnin sofnuð óvenju seint eða kl að verða níu,möguleiki að þau sofi aðeins lengur í fyrramálið,en Gyða Dögg fer líka óvenjulega seint að sofa,kl er að verða hálf ellefu,hún var að horfa á mynd með pabba sínum,en hún vaknar ekki seinna en átta eða hálf níu,jæja ætli gumpurinn láti þetta ekki duga í fyrsta bloggi,á eftir að hengja upp úr þvottavélinni og stefni svo á að fara í háttinn,snemma,bið að heilsa,kveðja gumpurinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.