12.10.2014 | 09:07
ameriskar,hjólaæfing og afmæli
fagur sunnudagsmorgunn er runnin upp,við áttum alveg eins von á hvítri jörð eins og veðurspáin gerði ráð fyrir ,en nei og jörðin hér í kring er jafn auð og hún var þegar við sáum eitthvað áður en myrkrið skall á um átta leitið,eiginlega erum við ekkert fúl yfir auðri jörð,það stendur til að taka hjólaæfingu í Þorláksbraut fyrir hádegi en hingað til hefur verið hjólað hvort sem það er auð eða hvít jörð,það var afarsjaldan sem ekki var hægt að hjóla síðasta vetur vegna veðurs eða snjóa
það er þétt skipaður sunnudagur enda er ekkert legið í miklu leti um helgar bara smá
húsfreyjan skellti í ameriskar pönnukökur en svo verður eða það er betra að degið fái að jafna sig í ísskáp áður en það er bakað úr því,
uppskrift af ameriskar pönnukökur
3 bollar hveiti
2 til 3 msk púðursykur
1 og hálf tsk lyftiduft
hálf tsk matarsódi
3 egg
hálfur ltr ab mjólk eða
súrmjólk
50 gr smjör
byrja að bræða smjörið og kæla það,svo í skál fara egg og ab mjólkin,og pískað saman,lagt svo til hliðar,í aðra skál fara þurefnin,því næst er eggja og ab blöndunni bætt út í og hrært aðeins með skeið ,svo er smjöri bætt út í og deginu komið saman ekki hræra og mikið,því næst er filmu skellt yfir skálina og í ísskáp,því þar inni fær degið að jafna sig og ab mjólkin vinnur á kekkjum sem er örugglega í deginu,annars hrærðirðu of mikið sem er ekkert betra, í klukkutíma vinnur degið og þá er pönnukökupannan hituð og smá feiti á,gott er að nota matskeið og ca tvær sem gera eina pönnuköku,og steikt eins og lummur,þær eiga að lyfta sér og ekkert er betra að þrýsta á þær er búið er að snúa við,þær verða oftast loftkenndar en þjappast sjálfar saman þegar þær fara á disk,
bestar með smjöri og hlynsýrópi
nú þegar þessu hefur verið rennt niður með ískaldri mjólk þá tökum við okkur til og upp í braut,það tekur okkur um hálftíma að gera okkur klár og koma á staðinn.
eftir hádegi svona upp úr kl hálf þrjú ætlum við að verða klár fyrir bæjarferð þar er okkur boðið í 9 ára afmæli breiðholts frænda,en fyrst að finna gjöf og boðskort í afmæli okkar púka því það er aðeins hálfur mán á milli frændsystkinna,við ætlum að úbýttta boðskortum í þeirra afmæli í þessu afmæli,því flest fólkið þar er boðið.
eigum svo von á að verða komin heim fyrir átta í kvöld.
annars hefur vikan verið ósköp venjuleg,börnin hafa farið í sýnar venjubundnar flensusprautur,skólinn gengur sinn vanagang og vinna bóndans en þar er nóg að gera,svo er fyrra vetrafríið að nálgast og verður það frá og með næsta föstudag og til og með næsta mánudag,það er bara notalegt og gott að geta tekið sér frí,
en það er komin tími á ameriskar
hafið það gott næstu daganna
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.