22.9.2014 | 16:54
fljótlegur og budduvænn og ótrúlega gott
að hugsa sér hvað hægt er að gera mikinn mat úr litlu,bara að nota hugmyndaflugið og bretta upp ermarnar
hér er uppskrift sem við notum stundum þegar lítið er til og þá verður fín máltíð fyrir fimm manna fjölskyldu,og hér kemur það..
sjóðið það pasta,ca hálfur pakki eða rétt rúmlega það, sem þið eigið,það má líka vera spagetti,sigtið svo vatnið frá,
pískið fjögur egg og það krydd sem ykkyr finnst best út í ásamt smá mjólk,
beikon,pepperoni,eða skinka er steikt á pönnu,en það má alveg bara skella skinku eða pepp í blönduna ef maður vill ekki steikja,
pastað fer svo í eggjablönduna og hrært vel saman,skellt svo í pottinn sem pastað var soðið í og ekki mikinn hita,hrært stöðugt í þar til eggin og pastað eru eitt,
því næst má setja það sem steikt er,,,skinka,pepp eða beikon annað hvort út í eggjapastað eða bera það sér fram,
köld sósa er góð með,okkur finnst piparsósa eða grænmetissósa æðisleg með,og það ferska grænmeti sem til er þá skorið niður og haft með,og ekki skemmir að nota smá ost með,rifinn eða úr krukku,
það tekur mesta lagi hálf tíma að græja þennan góða rétt,
þá er um að gera að prófa
verði ykkur að góðu
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
325 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.