alveg nóg að gera hér á bæ

mars mánuður að verða hálfnaður og árið rétt að byrja,og tíminn líður hratt,eða svo finnst húsfreyjunni Wink það sem af er á árinu þá er ferminginn á næsta leiti og margt búið að gera,til dæmis útbúa boðskortin og koma þeim í póst en bera kort út sem eru hér í bæ,fara í blómaval og velja seréttur,gestabók og sálmabók,láta prenta á allt saman,fara í rekstravörur og fá fullt af pappadúk á rúllu og sprittkerti,hringja og panta fermingatertuna í Kjörís,það er eina tertan sem verður aðkeift Smile húsfreyjan ætlar að útbúa mjög svo girnilega 50 manna tertu úr súkkulaði og hnetum sem er að finna í nýasta gestgjafanum lítur mjög vel út,eigum eftir að fara í Mylluna og ná í frosna ósamansetta kransaköku,það er víst ekkert mál að skella svoleiðis köku saman,í aðalrétt verður matarmikil gúllassúpa borið fram með brauði,smjöri og pestoi,

skór,kjóll og skart allt komið,daman fékk reyndar skartið í afmælisgjöf frá okkur en hún varð 14 ára núna 2 marz,og meira að segja húsfreyjan er búin að bæta enn einu árinu við og er bara sátt með það Joyful

en því miður eru veikindi að setja svip á daglega lífið,fermingadaman er búin að glíma við ógleði síðan í byrjun janúar,og svo fyrir viku þá vaknaði hún með mjög vonda verki við neðsta rifbein hægra megin og leiðir verkurinn niður í fót og stundum upp á milli rifbeinana,verkir stundum svo slæmir að hún á erfitt með gang,strax á fimmtudag fór hún til læknis sem pantaði blóðprufu og skoðaði hana vel,fengum að vita niðurstöður úr því í morgun og þá finnst lækun á enzími í lifur sem er frekar sjaldgjæft það er frekar á hin bógin að enzími hækkar eða stendur í stað,einnig hefur verið verkir í liðum og vöðvum að hrjá hana sem bendir til að hugsanlega er um efnaskiftasjúkdóm að ræða svona við fyrstu rannsókn,við eigum að hitta barnalæknir á föstudaginn sem mun taka áframhaldandi rannsóknir,

daman gat ekki verið í skólanum nema tvo daga í síðuastu viku en fór í gær og í morgun,hún kom heim í hádeginu í dag,alveg búin á því,mikil vanlíðan hjá svona d0mu sem finnst erfiðast að geta ekki stundað skólann og íþróttirnar sem hún hreinlega lifir fyrir,

stærðfræði er hennar uppáhaldsfag og í síðustu viku fékk hún erfiðari stærðfræðibók sem hún hlakkar mikið til að glíma við,hún er byrjuð á bókinni og er ekki leiðinlegt að glíma við erfiðar þrautir,hún ætlaði á stóru stærfræðikeppnina síðasta föstudag en varð að vera heima Frown hún er búin að vera að taka bólgu og verkjastillandi sem hefur virkað nokkuð vel þar til í gær þá var lítið virkni og eins í dag,svo hún liggur bara í sófanum ásamt systkynum sínum og láta fara vel um sig,

stráksi varð lasin í gær,þegar taekwondo tímanum lauk um kl fjögur og hann komin heim var hann að tala um höfuðverk og röddin eitthvað skrítin,hann mældur þrátt fyrir að ennið hans virtist mátulega heitt,og hann komin með 39 stiga hita,og ljótur hvell hósti,hann fékk hitalækandi og hóstastillandi og kúrði sig undir teppi,svo í nótt kl rúmlega eitt vaknaði hann grátandi og í hóstakasti og um leið vaknaði mamman hans,stráksi orðin sjóðandi heitur,aftur hitalækandi og hóstastillandi,kaldur poki á ennið og kúrði í mömmu fangi þar til hann sofnaði,við kúrðum saman í hans rúmi,sem er ekkert þægilegt fyrir auman skrokk en hvað gerir mamma ekki fyrir lasin strák,

hann svaf til hálf átta og var ágætur að hans sögn,var samt alveg til í að kúra undir teppi,eftir að húsfreyjan hafði drifið að koma litlu dömunni í skólann og vildi vera komin heim áður en stóra daman  færi,bóndinn hjólaði i vinnuna á sama tíma,

við tók smá kúr saman og hann gat borðað ristað brauð og drakk trópí,lýsið og vitamínið fór sömu leið,upp úr kl tíu var hann farin að finna fyrir aukinni vanlíðan og hann mældur,hitinn komin í 38 og höfuðverkur að aukast,aftur lyf og hann kúrði áfram,tók bílakassann sinn upp í sófa og dundaði sig þar heillengi Smile

nú eru börnin að hafa það notalegt og Harrý Potter mynd í videotækinu

húsfreyjan ætlar að gera eitthvað af húsverkum og hjúkra lösnum 

heyrumst síðar 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband