27.12.2012 | 16:34
loksins eitthvað að gerast
jæja þá er að gera bloggtilraun,ekkert hefur gengið að vista og birta færslur,einhver tölvuóheppni eða eitthvað gerist þegar langt hefur gengið með skrifin en þá bara allt horfið þá er að anda inn og anda út og gera aftur tilraun,jamm gerði það en aftur og aftur þurkast allt út svo að bloggið var fryst af húsfreyjunni nenni ekki að eiða tíma í rugl,
en ok nú á að gera tilraun eftir langt hlé
síðustu vikur eftir Glasgow ferðina sem var já nokkuð gaman þrátt fyrir ýmis skakkaföll þá var rútínan komin á fullt strax eftir heimkomuna,skólinn og æfingar hjá krökkunum,foreldraviðtöl og gengur öllum vel í skólanum,elsta dóttirin glímir enn við meiðsli eftir biltuna á Akureyri í byrjun ágúst er hjá sjúkraþjálfara en er allt að koma hjá henni,við mæðgur skelltum okkur á fría yoga tíma hjá Kötu í Hópsnesinu fyrir jólin sem gerði okkur bara gott
við erum að hugsa um að skella okkur á námskeið sem fyrst,þetta eru frábærar æfingar fyrir alla og sérstaklega fyrir þá sem vaxa hratt og eru á fullu í alskonar hreifingum,mælum með róandi og ótrúlega virkum æfingum,
stráksi okkar var óheppinn fyrir fimm vikum hann var á fótboltaæfingu og var felldur hann kendi til í hægri hendi en var svo ekkert að kvarta neitt,við sáum að það hefði aðeins bólgnað,kældum og bundum um úlnið,hanna hélt áfram að gera allt sem hann er vanur að gera,
ekki búið ennþá því að þremur vikum upp á dag var hann aftur feldur á fótboltaæfingu og þá var þetta miklu verra,Beggi í Hópinu skellti kælipoka og batt um,við komum að ná í stráksa,bóndinn fór með hann á slysó,og hann myndaður og þá kom í ljós þriggja vikna brot sem brotnaði aftur,pipur frá olnboga og niður höfðu brotnað,stráksi gifsaður og átti að koma aftur í morgun,í millitíðinni tók hann Taekwondo gula rönd próf og stóðst það með glans
hann var svo glaður því lengi höfðu þau systkin beðið eftir þessu prófi,systir hans tók prófið líka og var með bestu einkun og fékk smá aukaverðlaun.
ok við mættum í morgun og gifsið tekið af,ekkert smá erfitt að saga það af og ekki ein sprunga í því, og hendinn vel bólgin og marinn,myndaður aftur og annar læknir sá myndirnar,hann var ekki bjatrsýn,aftur í gifs,meiri skekkja og vildi að barnabæklunarsérfræðingur skoðaði myndirnar og á morgun munum við fá hringingu og þá kemur í ljós hvort stráksi fari í aðgerð sem eru meiri líkur en minna,þessi læknir sagði að báðar pípurnar hefðu brotnað fyrir fimm vikum en svo hefði önnur brotnað aftur fyrir tveimur vikum en það hefði hinn læknirinn ekki sagt okkur.
sem sagt dökkt útlit fyrir orkuboltann okkar
og ekki batnaði líðan hans í hádeginu þegar bóndinn kom heim og sagði að ruglingur hefði átt sé rstað þegar við pöntuðum bústaðinn um áramótin,fleiri en við voru bókuð og ruglingur,stráksi grétt og grét,það má ekki svíkja loforð sagði hann og við erum í öngum okkar yfir þessu,þau lifa fyrir það að komast í bústað,okkur finnst það yndislegt að komast í kyrðina,
en svo komu líka góðar fréttir,elsta daman okkar er boðuð í Hópskólann á gamlársdag og tekur þar á móti viðurkenningu fyrir hennar sport,motocrossið, hún er svo glöð og hún losnaði líka við spangirnar í efri góm í morgun.
vonandi rætist úr þessu með áramótin,og stráksi þurfi vonandi ekki að fara í aðgerð en ef a'ð henni verður þá verða pípurnar brotnar upp og plata sett til að rétt úr,heljarinnar aðgerð,
en jæja þá er að vista og vona að það gerist eitthvað jákvætt,
heyrumst síðar
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
325 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.