9.10.2012 | 11:43
sumstaðar lætur veturinn vita að það er ekki langt í hann
þá er að byrja upp á nýtt,var búin að skrifa slatta þegar allt strokaðist út veit ekki hvernig
en já síðasta vika endaði með fríi hjá skólanum á föstudaginn,stráksi fór vinnuferð með pabba sínum austur fyrir Selfoss og tók allan daginn en gaman hjá feðgum
laugardagurinn byrjaði snemma að venju skelltum okkur í sund,elsta dóttirin enn.á í bað banni og bóndinn að vinna aðeins,við dvöldum í sundi til hálf eitt,svo var reiknað og lesið,búið var að bjóða okkur hjónunum +i 60 ára afmæli,vorum að melta það hvort við mundum fara en ákvöðum svo á síðustu stundu að skella okkur,fórum fyrst til systur á Túngötunni og hittum þar tvær systur til viðbótar,skelltum okkur svo í veisluna upp úr kl átta ,var þá fullt af fólki og við beint í góðan mat,sætin upptekin en fundum besta hornið leðursætahornið,og þar sáum við yfir og fínt að vera þar,góður matur og fín stemming frábært að hitta frænku sem er flutt í burtu fyrir nokkru síðan,og rifjuðum upp ótrúlega skemmtilega tíma og hlóum mikið.
við hjónin vorum komin heim rétt rúmlega ellefu,ekki vön að vera eitthvað vakandi mikið lengur,en bara gaman,
sunnudagurinn var planaður og ætluðum við að skella okkur í Bolöldu vorum þar um kl hálf tvö,engin þar en við höfum lykil og aðgang af húsinu þar,sem betur fer kallt og væta,stráksi og bóndinn í gallann og á hjólin,stráksi vara svo spenntur að prófa litlu barnabrautina algjör byrjendabraut,tók nokkra hringi en vildi endilega prófa stærri krakkabrautina og viti menn það er eins og hann hafi ekki gert annað en að hjóla þá braut,stóra systirin leiðbeindi honum og svo kom bóndinn og tók nokkra hringi með honum,
svo SNJÓAÐI Á OKKUR OG HAGLÉL TIL SKIFTIST
já er ekki að grínast,þá var gott að sitja í bílnum og við Bríet í góðum yfirlæti þar með gott útsýni á hjólafólkið,sprungið á hjólinu hjá bóndanum og hann gekk frá því og ennþá hjólaði stráksi þrátt fyrir vetraveður,eftir rúman klukkutíma þá ákvöðum við að þetta værui gott í dag,og gengum frá,það var svo gaman hjá stráksa að hann var bara ótrúlega glaður búin að finna sitt aðaláhugamál,
við vorum búin að ákveða að halda áfram til Þorlákshafnar og fórum þrengslin ætluðum að ná í nýja hjólið hennar Gyðu Daggar,þar vorum við lengi í kaffi og góðu yfirlæti,komum heim upp úr kl hálf sjö eftir góðan dag,erum búin að plana hjóladag í vikunni og vonandi verður ekkert sem kemur í veg fyrir það,
í gær fórum við síðustu ferð með dömuna til ofnæmislæknis,þar var gerð útekt á viðbrögðum og koma það ýmislegt í ljós,sem betur fer þá höfum við verið velvakandi varðandi alskonar efni í umhverfinu og í mat,fengum nokkur A4 blöð með heitum á þeim efnum sem ber að forðast,til dæmis í kremum,sápum,alskonar föndurefnum eins og límum og límböndum,frímerkjum,umslögum,plástrum já bara fullt,hún hefur verið að nota það sem hún má,svo þarf hún að vera á sýklalyfjum í vetur ásamt kremi sem er borið á hverju kvöldi og þvegið af að morgni,það krem upplitar föt og rúmföt svo það er ekki hlaupið að því að gista,
en við erum voða afslöppuð varaðandi þetta allt saman,við eigum svo að hitta læknirinn eftir þrjá mánuði og húðin skoðuð,
daman fór loksins á æfingu í gær,fótboltinn byrjaður og úff hvað daman var lúin enda ekki nema læðst eins og mús í hálfan mánuð,stirð og stíf,við spjölluðum við þjálfarann sem tók vel í þetta og ætlaði að láta hana byrja rólega á næstu æfingum,
jæja ætli þetta sé ekki komið gott í dag,og hætta áður en einhver mistök verða gerð við takkaborðið
kv þar til næst
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
325 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.