einn kaldur og upp í ból

hvað á ég eiginlega að gera segir húsfreyjan við bóndann eftir kvöldmat,uppvask,búið að horfa á forsetaframbjóðendur í beinni,,kem kanski að því á eftir,,og börnin komin í bólið,

nú hvernig væri að skella inn bloggfærslu Smile

húsfreyjan hugsi,æi nenni ekki að sitja á hörðum stól án baks fyrir framan tölvuna,

bóndinn svaraði,ekkert mál að taka úr sambandi og þú rifjir upp gamla tíma með tölvunni í bólinu,

uu húsfreyjan aftur mjög hugsi,rifja upp gamla tíma með tölvu í bólinu Woundering

ekki miskilja neitt en þegar lappirnar á þér fóru með níu mánaða milli bili í stóra aðgerð og lítið hægt aö gera þá bloggarðu helling.

hjúkk var farin að halda að eitthvað hefði verið miskilið eitt augnablik.

en jæja er búin að koma mér þokkalega vel fyrir með tölvuna í fanginu og einn ískaldann á náttborðinu og ætla að búa eitthvað til  Happy

frá því síðast ætli að það sé ekki vika síðan þá að þá var að bresta á motocross keppni á Skaganum,

við vöknuðum kl að verða sjö ,,eins og með nánast alla morgna,, húsfreyjan var búin að undirbúa ferðina daginn og kvöldið áður baka slatta  og pakka öllu niður sem ekki þurfti kælingu,svo að lítið annað að gera en að vakna,morgunmat,sólarvörn og stuttföt,komin í bílinn kl að verða átta og haldið af stað,Mosfells fjölskyldan hitti okkur og vorum við í samfloti,fullt af fólki komið er við vorum komin rétt rúmlega níu,við fundum okkur stað og hjólin drifin í skoðun og fyrsta reisið eða prufuhringur og tímataka hjá 85 cc flokknum og kvennaflokk saman,daman okkar er í 85cc flokk en vinkona hennar er komin á 125cc hjól og má ekki vera í þeim flokki en hún keppir í kvenna flokk,þar eru hjól af öllum stærðum,

13 skráðir í þessa flokka og gekk mjög vel hjá stelpunum,engar dettur og ekkert bilað Joyful

þrjár 10 mín moto en svo er plús tveir hringir þegar tíu mín eru liðnar,þegar eitt moto er búið þá er pása og næsti flokkur keppir,þegar allir flokkar hafa lokið keppni þá er næsta umferð þar til öll motoin eru búin,

en bóndinn var ekki alveg eins heppinn,hann tók að sér detturnar greinilega en gekk samt ótrúlega vel,hann hafnaði í 5 sæti,daman okkar í 4 sæti og vinkonan í 6 sæti,og allir glaðir með það,þetta er jú fyrsta keppnisárið svo engar ofurvæntingar eru á dagskrá Wink

eitthvað var nú tekið upp á myndavél sem er fest á hjálminn og hefur því verið hlaðið inn á andlitsbókina,,fésið,, hjá bóndanum og dótturinni.

svo er búið að taka æfingu í vikunni og verður önnur tekin á morgun á Skaganum því næsta keppni,íslandsmeistara,,verður haldin á Skaganum 6 júlí,

og þetta er bara hægt vegna sameiginlegt áhugamál fjölskyldunar,góða vini mosfellsflölskyldan , góðan þjálfara sem er ekki spar á þolinmæði og gefur sér mikinn tíma,miklu meira en um var samið,og góða styrki Joyful takk ,allt kostar víst pening

höfum haft það notalegt það sem af er vikunar,sitt lítið af hverju,útivera fótbolta og motocross æfingar,sund,lesið,og líka hvílt sig á sólinni og tekið aðeins inniveru,lúin börnin þegar kemur að kvöldmat rúmlega sex,stundum aðeins farið út annars tekið því rólega og sofnuð upp úr hálf níu.

restin af fjölskyldunni klárar að horfa á EM ekkert leiðinlegt það Smile

og uppáhaldsliðið Spánn komið í úrslitin

svo eru allir komin í draumaheiminn fyrir miðnæti

það er búið að vera að gera upp gamla litla hjólið hennar G,D. því ólmir púkar vilja fara að hjóla og mun fyrsti alvöru prufurúnturinn verða næsta sunnudag á braut,það er mikil tilhlökkun hjá þeim og allar græjur tilbúnar og ætlum við að festa þetta á filmu og það er aldrei að vita nema það rati inn á ,,fésið,,eftir helgi.

þrátt fyrir að sumarið sé og veturinn langt í burtu þá er eitt og annað sem er saknað,til dæmis gönguferðir með vinkonu en sem betur fer þá náum við stundum að spjalla þó ekki sé farið í göngu en það er eitthvað við það að byrja á því að gá til veðurs er ganga eða ekki,oftast var nú gægt að hittast þó svo ekki var alltaf hægt að taka göngu,en sem betur fer þá rættist úr vinnu hjá vinkonu og nóg að gera,við stefnum á að fara W00t skemmtigöngu við fyrsta tækifæri og hlökkum mikið til

sakna eitt og annað sem tilheyrir hverri árstíð og hlakka alltaf jafnan til þegar hver tekur við af annari.

svo er bara nóg um að vera hjá okkur en samt gott að geta tekið því rólega inn á milli,fyrir utan þaö að keppa nokkuð ört þá ætlum við að kíkja vestur á Hellisand í sumar,söknum mikið okkar fjölskyldu þar,það verður bara gaman og gleöi þegar við hittumst,ein eða tvær útilegur á dagskrá en erum svo að leita af bústað í nágrenni Akureyrar strax eftir verslunarmannahelgina,því laugardagurinn á eftir er motocross keppni þar,svo ef einhver les þetta og veit af gistingu fyrir ekki rosalega mikinn pening þá má setja sig í samband við okkur Wink

við höfum verið að leita og ekki vantar framboð en uff hvað þetta kostar mikið,það er betra að vera þar sem við getum verið nokkuð örugg með hjólin sem eru ekki í lokaðri kerru ásamt dótinu sem því fylgir,

jæja húsfreyjan búin að sitja með tölvuna í tæpa tvo tíma er reyndar búin að standa upp,,sá kaldi rennur fljótt í gegn FootinMouth sko er ennþá með þann sama á náttborðinu 

ætla að láta þetta duga í kvöld

hafið það sem allra best

kv húsfreyjan

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband