sól og sumar

sumargleði og endalaus sumargleði Grin alla daga útivið því nóg er um að vera,púkarnir farin út helst fyrir átta á morgnanna,svo fótboltaæfingar og um hádegi eru þær æfingar búnar nema hjá elstu en hún tekur tvær æfingar á dag fyrst með sínum 5 flokki upp úr hádegi kemur svo heim í bústdrykk og tekur því rólega þar til 4 flokks æfingin er um kl þrjú,er farin að spila leiki með þeim stelpum og finnst frábært að fá að koma inn í hópinn þó svo það sé ekki fyrr en í haust sem þær skifta um flokk.

litla daman okkar ætlaði að vera á sínu fyrsta símamóti s,l. helgi en varð að hætta við,hún glímir við magamigreni og á erfitt með að halda þvagi,það er lítil tilfinning fyrir því að þurfa að pissa og bíðum við eftir tíma hjá barnaþvagfærasérfræðingi,þetta vandamál hefur aukist mikið frá byrjun júni og það er ekkert grín að byrja sumarið á að vilja frekar halda sér við pilsfald mömmu sinnar vegna þess að hún verður fyrir stríðni þegar krakkar sjá hana úti og hún hefur ekki tekið eftir því að hún hafi pissað,en hún fer á æfingar og þjálfarinn er indæl og passar upp á að daman fari eins og hún vill á salernið og hvíslar því stundum að henni og minnir á,

en það sem lækninum hennar finnst einkennileht við þetta að það sem hún vaknar á næturnar og pissar en er erfitt á daginn þó svo hún sé heima í rólegheitum en svo fylgir víst að að vera með latann ristil að það sé þvagvandamál,en það er líka góður plús með ristilinn en móðirin tók þá ákvörðum snemma í vetur að skifta um lyf og fór í heilsuhúsið og ráðfærði sig við grasalæknir þar og fékk frábært lyf sem hjálpar stelpunum og engir magaverkir eftir þá ákvörðun,það fannst lækninum góð hugmynd og ræddum það að það sé oft hægt að gera breytingar og fara óhefðbundnu leiðina Wink

þannig að s,l. hálfan mánuð hefur penni og blað verið við hendina á húsfreyjunni sem á að skrá niður þegar daman nær ekki á salernið og skila skýrslu þegar sérfræðingurinn lítur á dömuna.

sundferiðir farnar flesta daganna og ekki amarlegt að busla tvo til þrjá tímanna að sjálfsögðu með góða sólarvörn Smile 

engar útilegur þetta sumarið vegna brjálaðar vinnu húsbóndans sem vinnur ennþá með bílinn í álverinu og á frí flesta sunnudaga en kemur fyrir að hann vinni smá verk hér í bæ inn á milli,þannig að stefnan er sett á bústaðaferð þegar vinnunni líkur vonandi áður en skólinn byrjar annars fá þá allir auka frí,en ætlunin er að vera helgi í bústað,en gott á meðan vinnan er því ekkert er sem bíður eftir að þessari törn líkur,en við erum með opin huga ef einhver vinna sem bóndanum líst á úti á landi þá er bara að taka fram pappakassana og flytja,

annars svona allt ágætt héðan,húsfreyjan hlíðir sínum læknir og tekur batanum rólega en svo er sagt að góðir hlutir gerast hægt og sem betur fer að nóg um að vera,og ekki hægt að láta sér leiðast,en getur nú loks sér færan tima og ætla að líta til vinkonu sem bíður eftir sínum bata heima við eftir aðgerð.ætlaði að vera búin að heimsækja hana en daman litla tók völdin og er nú hægt að skreppa frá, elsta daman ætlar að skrá og fylgjast með systur sinni.

jamm ætli þetta sé ekki orðið gott í dag,bústgerð bíður og stráksi hjólar heim af æfingu kl tólf og er allverulega svangur eftir æfingun,

hafið það sem allra best og njótið blíðunar sem við erum svo heppin að hafa,

kv húsfreyjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsmóðir

Endilega kíkja - er öll að hressast og farin að fara í stuttar gönguferðir.  Orka og úthald er ekkert til að hrópa húrra fyrir ennþá en eykst með hverjum degi.  ( Góðir hlutir gerast nefnilega hægt  )  Hef ekki þorað að labba til þín ennþá enda ekki viss um að komast heim aftur.    Fer að keyra fljótlega og þá get ég nú skroppið til þín líka.    Kveðja úr efri byggð

Húsmóðir, 19.7.2011 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband