17.2.2011 | 22:07
hugafarsbreytingar
hugurinn ráfar og ráfar ýmislegt kemur upp í huganum og svo margt að huga að,passa sig samt á að næra ekki það sem veldur vanlíðann sem er víst allt of algengt,húsfreyjan er komin með nokkuð góða stjórn á því sem betur fer,g þá er um að gera að dreifa huganum og finna það sem gleður sálina,það er ótalmargt sem húsfreyjunni langar að rita hér en sumt bara er gott að hafa geymt og jafnvel gleymt ,til dæmis það sem má gleymast eru ,,íllar tungur,, já hver og einn má túlka það á sinn hátt því einstaka sinnum heyrir húsfreyjan það sem getur einmitt nært það sem veldur vanlíðan og svo er sem betur fer til fólk sem kemur hreint til dyranna og tjáir vel hin ýmsu mál án þess að vilja slæmt með því,sumu er bara erfitt að kyngja og þá er best að geta gleymt því,ætla ekki nánar út í það,
en annars bara fínt héðan,litilir púkar ekkert allt of hressir litla daman komin á lyf eftir rúmlega tveggja mánaða endalaus stíflur eða rennandi já ógeð úr nefi svo var að bætast slæmur hósti og höfuðverkur,eftir símtal við hjúkrunarkonu ,,oftast er hægt að fá tíma eða símatíma hjá henni samdægurs en hjá læknir en hjúkrunarkonan sá ástæðu til læknisheimsóknar og reddaði tima daginn eftir og sá læknir var sammála og skellti dömunni litlu á sýklakúr í tíu daga,sem sagt á morgun er komin vika en auðvitað þurfti bróðir hennar að taka upp á því að fylgja systur sinni eftir,því um s,l. helgi byrjaði hann og það fer bara versnandi svo að á morgun er hans tími hjá læknir,ekki skemmtilegt það.
elsta dóttirin stendur sig rosalega vel í skólanum við fórum í foreldraviðtal í vikunni og kennarinn afskaplega ánægður með dömuna einkanir hafa hækkað og ekki er verra að hún vinnur vel og stendur sig á allan hátt vel,eins er unnið vel með eineltismál hennar og haldið utan um dömuna og hlúað vel að.
s,l. helgi var bæjarferð og komin var tími á nýjan kross galla á dömuna en gamli gallinn orðin allt of skálmastuttur og ermastuttur,þessi fína útsala á göllum í N1 og fengum við stelpulegan galla á rúmlega sex þús það átti að vera 30 prósenta afsláttur en við vorum með auka 10 prósent á aðgöngumiða sem þau feðgin fengu er þau fóru á kross keppni fyrir stutt,og það munar um það.
þessi vika er búin að vera nokkuð annasöm nema þriðjudagurinn en þá er húsfreyjan hjá sála og sjúkraþjálfara og sá dagur er tekin rólega sem er skipun frá fagaðila eftir meðferð,en miðvikudagurinn fór húsfreyjan til læknis í borgina en bið hefur á að fá þann tíma út úr þeim tíma kom óvænt úr rannsókn og myndatöku eitthvað sem læknir og sjúklingur áttu ekki von á,legið ekki eins og það á að vera plús að það sé hnútur eða svokallað auka leg sem hugsanlega hefur verið að valda verkjum í mörg ár,læknirinn ætlar að ráðfæra sig við annan læknir sem er sérfræðingur í aðgerðum á legum,svo verður mjög fljótlega farið í aðgerð sem gæti endað með stórri aðgerð sem sagt líkur á brottnám legs,blendnar tilfinningar komu upp en ef að þessu verður þá bara að vinna úr því,húsfreyjan er jú vist hætt öllum barneignum vel að verki staðið með þrjú dásamleg börn.við sem vorum að hugsa um að gera tilraun með bústaðaferð í marz þegar húsfreyjan á afmæli og vetrafrí í skólanum en það bíður bara betri tíma,
bæjarferð svo í morgun,en fyrst að redda pössun fyrir púkanna því aldrei þessu vant er rólegt hjá bóndanum en hann kallaður á öryggisnámskeið vegna vinnu í straumsvík og einnig á morgun og í næstu viku á að senda bóndann í læknisrannsókn vegna vinnunar já og vörubíllinn hann verður líka skoðaður hehe,en já aðeins púsluspil með púkanna,Guðbjörg sótti þau á leikskólann og kom þeim til vinkonu sem var bíllaus einmitt þennan dag,en já aftur að bæjarferð, elsta dóttirin fór í mátun fyrir tannréttingar og leit þetta betur út eftir myndatökuna því hætt er við að taka fær fjórar tennur sem ráðgert var og svo verða spangirnar settar upp síðasta laugardag febrúar mánaðar,þegar við komum svo heim rúmlega tvö eða til vinkonu þá var hún með púkanna á leikvelli sem er við enda hennar götu og þvílíkt gaman því púkarnir hafa talað um daginn hjá Birgittu og leikvöllinn hennar,já Birgitta nú átt þú leikvöll og þau ætla að koma mjög fljótt í heimsókn eiga reyndar erindi því það þarf að skila sem lánað var í dag,
næstu helgi koma KR STELPUR í 5 flokki og spila æfingaleik og ekki ólíklegt að hrópað verður ÁFRAM GRINDAVÍK en púkarnir eru óhrædd við að hveta stelpurnar áfram svo er hugsanlegt að farið verur á krossara,
en jæja ætli þetta sé ekki bara orðið gott í kvöld,það styttist í bólið,
en eitt að lokum
hafa skal aðgát í nærveru sálar
kv húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ja há - það eru sko ekki allir sem eiga leikvöll......................
Húsmóðir, 18.2.2011 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.