er þakklát fyrir hinu ýmsu afrek á gamla árinu og hlakkar til að takast á við nýtt ár

Húsfreyjan heilsar þótt langt sé um liðið,fékk meira að segja hringingu frá Snæfellsnesinu til að fá fréttir vegna þess að ekkert gerist með bloggfærslur,en góðar fréttir af vestan,ræddum hinu ýmis mál og húsfreyjan viðurkennir að hún er svo sem ekkert betri að hringja og leita frétta eða segja fréttir,nennirinn er einfaldlega ekki til staðar svona oftast,að sitja við tölvu og eða síma get svo sem rölt um með símann en aftur á móti er það verra með tölvuna en ætla að gera tilraun með að bæta eitthvað sem lítur að tölvu Wink

árið sem leið endaði vel við nutum þá síðustu tvo daga af árinu sem leið og nutum tvo fyrstu daga þessa árs í Húsafelli í bústað þar,og dásamlegt að vera í kyrðinni og veðurblíðinni þar,reyndar kom Njarðvíkurfjölskyldan ,,Sólveig systir og fjölsk,,og dvaldi með okkur,þetta var búið að vera draumur lengi að komast úr Grindavíkinni og eiga tíma í rólegheitum,í 10 stiga frosti og logni stjörnubjartur himinn og myrkrið eins svart og getur verið,því engin götuljós og aðeins friðarkertið gerði sérstaka stemmingu þegar út var komið upp úr kl átta með yngstu púkanna en við ákvöðum að sprengja upp fyrir þau,síðan var pottaferð og það er fínt að hafa svona hátt lok yfir pottinum og nánast við dyrnar,þau voru orðin ansi lúin klukkutíma seinna og fóru að sofa,við hin sem eftir voru kíktum á skaupið og hlóum meira en síðustu ár,sprengdum nokkra flugelda og fögnuðum nýju ár Smile allt slökkt og í bólið rétt rúmlega eitt,

en alltaf gott að koma heim,það er bara draumur að geta átt heimili á öðrum stað,geta notið kyrðarinnar Joyful hef það ekki mikið lengra en það og það er aldrei að vita nema að það gerist á þessu ári,

reyndar seldum við gamla trukkinn rétt fyrir áramót og fengum okkur nýrri bíl og að einhverju leiti betri,eigum eftir að sakna fjallaferðar og jöklaheimsóknir en það verur bara að bíða betri tíma allt kostar þetta víst aurinn og við fengum smá aur á milli bíla,

allt að komast í fastar skorður með skólum íþróttum og auðvita HM í handbolta,hér á bæ er að sjálfsögðu fylgst með og sama hvernig fer þá vitum við að svo fór það en sumt er hægt að bæta og annað ekki,fótbolta mót það fyrsta á árinu hjá elstu dótturinni var s,l. sunnudag svo kallað hleðslumót í Fífunni,mikil tilhlökkun og fínir hlutir að gerast þar,púkarnir byrjuð í sínum fótboltaskóla og mikið búið að bíða eftir því,

tannréttingar setja strik í budduna þetta árið svo að það mun eitthvað minka í buddunni en þetta leysist einhvernveginn,svo er ætlunin að halda áfram að koma sér í betra form ekki hjálpar til að liggja í leti og allt er gott í hófi og gera eitthvað á hverjum degi er fínt,húsfreyjan var einmitt í ítarlegri tékkun s,l. fimmtudag hjá gigtarlæknir,,ekki góðar fréttir þar,, og svo er það heimilislæknirinn á morgun, bæklunarlæknirinn er með landsliðinu á HM svo að hann verður heimsóttur þegar hann kemur til landsins,en margt jákvætt á s,l. ári gerðist og meðal annars fuku ,,BARA,,11,1 kg af húsfreyju og gönguferðir mislangar voru farnar,fór langferð það er að segja Boston ferð sem er bara gott fyrir þá sem þurfa að víkka út fasta rammann þetta sem er kallað öryggisramminn,að upplifa að maður getur gert svo margt þó svo að það sé ekki auðvelt að framkvæma en gerir rmikið fyrir mann Joyful

á þessu ári verður eins farið að gera hlutina með sínum hraða,framkvæma og vera bara stolt,,ur,,með það sem tekið er fyrir hendur,svo er um að gera að byrja og ekki vera að hafa smá áætlun og stefna að ákveðnu marki hvað svo sem það er,það er einmitt sem dama ein af Rifi ætlar að gera,hún hringdi eða hringir oft og fær alskonar ráð,hún er búin að setja sér áform og ætlar að byrja rólega og klára sem hún er byrjuð á sem er bara frábært,ef húsfreyjan þekkir hana rétt þá mun það ekki vefjast fyrir dömunni Smile

það er líka bara frábært hvað hún er ákveðin og þrátt fyrir ýmis rugl sem hún heyrir og les þá heldur hún í sitt ákveðna með litla guttannn sinn sem dafnar þvílíkt vel,og bara á brjóstamjólk sem hún er mjög stolt af að geta gefið honum,þyngist og stækkar eins og á að vera,

jæja þá hefur fyrsta færslan verið framkvæmd á svona tveimur tímum hehe já húsfreyjan er búin að vera að framkvæma hinu ýmsu húsverk á meðan,kyrrseta er ekki af hinu góða svo að þá er bara að umm til dæmis að taka þvott af snúru og brjóta saman,setja í uppþvottavél og setja aftur í þvottavél,riksuga og aðeins að skúra yfir gólf,

jamm svo kveður húsfreyjan þar til næst

                 ráð dagsins

það sem þið setjið ykkur fyrir þá er um að gera að byrja og gera skemmtilegt úr því Smile

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Hæ dúllan mín. Ég verð að viðurkenna að ég sakna rosalega kaffispjallsins okkar sem við áttum iðulega í morgunsárið ;) Knús og kossar á ykkur :)

Ásta Björk Hermannsdóttir, 20.1.2011 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband