24.12.2010 | 16:00
Jólahugleiðing
senn líður að jólum og börnin og já foreldrarnir bíða komu jólanna með mismiklum spenningi,undirbúningurinn gengið að óskum og svo sem ekkert haft mikið fyrir hátíðarhöldunum sem bíða okkar rétt handan við hornið,eins og undanfarin ár og hefðir hafðar í fyrirrúmi og nýjar koma inn í sem við sköpum okkur sjálf,komum með hefðir úr okkar fjölskyldum og sameinuðum þeim með okkar,en það er líka gott að staldra aðeins við og hugleiða hvað í raun og veru við þurfum svo að okkar jól verði eins og við viljum hafa þau,það er örugglega hinar ótrúlegustu hugmyndir og skoðanir hversu við krefjumst en það er líka voða gott að slaka á og dreifa huganum það er líka voða gott að huga að þeim sem síst eiga það, það sem við teljum að gefi okkur lífsfyllingu,hvað er það sem er okkur kærast,
það er svo gott að njóta alls undirbúnings í rólegheitum,og taka á móti hátíðinni með bros á vör og þakklæti fyrir það sem við höfum,gott að finna fyrir þessari tilfinningu í hjartanu þegar klukkurnar hringja inn jólunum þessi tilfinning er eitthvað svo ólýsanleg,í morgun klökknaði hjarta þegar hugsunin til mömmu sem er ekki til staðar,jólin tengjast æsku svo sterkt og þegar hún yfirgaf okkur í jólamánuði fyrir sjö árum eftir erfiða veiki, þá einhvernvegin er alltaf erfitt að að einhverju leiti að hún sé ekki til staðar,
hugsum hvað við svo mörg höfum okkar fjölskyldu hjá okkur en oft koma upp aðstæður sem fjölskylda er ekki saman,ræktum það sem er okkur kærast,hugum vel að börnunum okkar, að okkur sjálfum og njótum þess sem okkur er ætlað að takast á við,birtan er til staðar þú þarft bara að finna hana og njóta hennar,
að lokum líttu í kringum þig athugaðu hvort þú sért sátt eða sáttur við það sem þú sérð,
njótið hátíðarhaldanna og gleðilega hátíð
með kveðju
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.